Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 51
45
um til ríkisþingsins 1848, og lieí'ði því verið varlegra,
að lmlila viðbótarákvœði stöðulaganna í stjórnarskránni.
Laiulið á að hafa „löggjöf sína og „stjórnu út af
fyrir sig. Orðið „stjórn“ ]>ýðir lijer framkvœmdarvald
oð dómsvald. Það sjest á enda málsgreinarinnar. Orð-
in framkvæmdarvald og dómsvald lúta þar til orðsins
„stjórn“ á undan, enda er í danska textanum hal't orð-
ið „Forvaltning“, er tekur bæði út yíir framkvæmdar-
vald og dómsvald. Þar stendur ekki „den udövende
Magt“, er táknar umboðsvald gagnstætt dómsvaldi.
En hvað felst nú í því, að landið skuli liafa lög-
gjöf sína og stjórn „út af fyrir sig“? I ]>ví felst, að
liiggjafarvaldið, frandcvæmdarvaldið og dómsvaldið i
sjermálum landsins skuli vei-a skilið irá ríkisvaldinu.
Vjer eigum heimtingu á, að löggjafafvaldið danska,
i'ramkvæindarvaldið og dómsvaldið láti sjermál vor af-
skiptalaus, Vjcr eigum heimtingu á, að sjerstök stjórn-
arvöld haíi þau með höndum. Að vísu er það tekið
fram í stöðulögunum, að engin breyting verði gjörð
„á stöðu liæstarjettar sem æzta dóms í isleuzkum málum, án
l>ess að hið almenna löggjafarvald jlkisins taki þátt i því“,
en sú takmörkun er ekki tekin upp í stjórnarskrána.
Þar er sagt skilyrðislaust, að landið skuli hafa stjórn
sína (framkvæmdarvald og dómsvald) út al' fyrir sig í
sjermálunum, og eitt af þeim er dómgæzlan. Stjórnar-
skráin er 8 árum yngri en stöðulögin, og mætti því ef
til vill líta svo á, -að dómsvaldið skuli vera aðgreint
ekki síður en umboðsvaldið.
Stjórnarskráin skiptir, eins og þegar er orðið bert,
sjermálunum í 3 flokka: löggjafarmál, umboðsmál og
dómsmál. Löggjafarvaldið er í höndum konungs og al-
þingis, framkvæmdarvaldið er hjá konungi einum og
dómsvajdið hjá dómendum.
Eptir 2. gr. stjórnarskrárinnar hefur konungur „íúð