Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 187
181
öllu, að vinna að hagsmunum landsins, gróði hans er
gróði landsins, jtar er sjálfsábúð landsins fyrir landiö
sjálft. Eigendur erlends Idutafólagsbanka geta eigi bor-
iö neitt ræktarþel til landsins. Hlutbafar, dreifðir um
Norðurlönd, Þýzkaland og England, hugsa fyrst og
fremst, og enda einvörðu um jiað að bafa sem mesta
ársvöxtu af fé sínu, og framkvæmdarstjórn blutafélags-
bankans jrjónar jieim, en ekki landinu. Vaxtataka bluta-
félagsbankans væri einungis takmfirkuð af ])ví, hvað Is-
lendingar gætu ]>olað að greiða hæst. Sjálfs sín vegna
færi hlutafélagsbankinn ekki yfir það hámark, sem gjörði
út af við fólkið. Því að englar væru ]>að, en ekki menn,
notuðu þeir sér ekki einveldið, og kæmist einhver slík-
ur engill inn í stjórn hlutafélagsbankans, mundu blut-
hafarnir fljótt Iáta liann vita hverjum hann ætti að þjóna.
Hlutafélagsbanka-fyrirkomulagið, með útlendu fé, er leigu-
liðaábúðin, og hún ekki skemtileg. Islendingar ættu að
muna betur einokunina gömlu. og illu heilli var Jón
Sigurðsson lagður í íslenzka moldu, ef landar hans ætla
nú sjólfir að fara að leggja á sig nýja verzlunarein-
okun.
Þegar um bankamálið er að ræða, má eigi gleyma
veðdeildinni. Hún hefir til þessa mest og bezt komið
að notum af því að bún hefir staðið við hlið landsbanka,
sem talið hefir sér skylt að hlynna að henni, af því að
báðar stofnanirnar eru landsstofnanir. Hlutafélagsbanki
hefði allan haginn af því að kaupa vaxtabréfm sem ó-
dýrast, og það verður eigi með tölufn talið, hvaða tjón
]»aö væri fyrir bændur og húseigendur, el' þau féllu í
vcrði, sem óhjákvæmilegt er, þegar rentan hækkaði i
landinu við útlendu einokunina. Veðdeildin er gimsteinn
og gersemi landbúnaðarins, og eitt hið stærsta vonar-
og gleðiefni er það, hve vel hún hefir þrifist, þrátt fyrir
hrakspár og tilraunir að lmekkja lienni, Með útlenda