Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 77
71
litiað nokkuð á kröfu fyrra' frumvarpsins um breytingu
á (ii. gr. stjórnarskrárinnar. Ejttir ]tví þurfti stjórnin
ekki einu sinni að leysa alþingi upp eptir nýja stjórn-
arskrársamþykkt, nema því að eins, tið hún vœri mál-
inu hlynnt. Nú átti hún að vísu að leysa þingið upp
og láta kjósa til ]tess á ný, en þurfti hins vegar ekki
að kveðja það tíl aukafundar. Um frumvarpið 1897
mátti segja; að það tr.yggði ekki einu sinni i orði kveðnú,
höfuðtilgang sinn, þann að þingið gœti náð tali ráð-
herrans. Andstœðingar frumvarpsins höfðu nú áunnið
]>að, að upp í frumvarpið 1899 voru tekin nokkurn-
veginn fulltryggjandi ákvæði i þá átt.
Við grundvelli frumvarpsins var hins vegar ekki
hreyft. Æzta stjóru sjermálanna átti, eptir sem áður,
að sitja suöur í Kaupmannahöfn, og af því að ákveðið
var í frumvarpinu, að ráðherrann mætti ekki gegna öðr-
um ráðherrastörfum, mátti nú óttast, að frumvarpið
mundi hafa í för með sjer, eigi að eins lögfestu þess
Kaupmannahafnarvalds sem er, heldur og miklu fremur
aukning þess. Það mátli búast við, að ráðherrann
mundi draga undir sig meira eða minna af mnboðs-
valdi landshöfðingja, en til að reisa’ skorður við ]>ví,
var ekkert gjört. Frumvarpið 1899 var því fullt cins
hættulegt eða (">llu hættulegra heiinastjórnarstefnunni en
fruinvarpið 1897.
Annars var ]>að athugavert við ílutning frumvarps-
ins á þingi 1899, að nú var flutningsmanni ]>ess 1897
ekki heitl fyrir það i orði kveðnu og nú var það fyrst
borið fram í efri deild. Nú var beitt fyrir ]>að manni,
er að vísu aldrei hafði haft „hreinau gang“ í stjórnar-
bófarbaráttu þjóðarinnar, en þó staðið þar framarlega.
Fylgjendum stefnunnar hefur líklega ]>ótt flutningsmað-
urlrumvarpsins 1897 halda taum stjórnarinnarfullskýrt, en
]>að hefði aldrei getað stýrt góðri lukku á alþingi ís-