Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 42
36
fjenu í lándinu. Fátæktin og volæðiS í líkamlegum efn-
um var voðalegt, en andlega örbirgðin var pó enn á-
takaidegri. Þjóðin var hætt að stynja, hún hai'ði ekki
lengur rænu á ]jví, enda var nú tungan skorin úr munni
hennar. Al])ing, lífæðin í hinu dáðríka lííi þjóðarinnar
um mörg hundruð ár, hafði verið að smádragast upp,
og var loks skorið niður 11. júlí 1800, með 10 orð-
um*, án ]iess að nokkrar ástæður væri færðar fyrir.
Prentsmiðja var að vísu lil í landinu, en nálega ekkert
var prentað, annað en óvandaðar þýðingar af mis-
jöfnum, útlendum guðsorðabókum. Málið var smáð og
gjörspillt. Islenzkt þjóðerni stóð upp að hnjám í sinni
eigin gröf.
Það var við því að búast, að þjóð, sem var svo
langt íéidd, mundi verða lengi að vakna til meðvitund-
ar um sjálfa sig, og það því fremur, sem þjóðernistil-
finningin um þessar mundir var veik í miklu betur stödd-
um löndum. Svo kom allt í einu Júlíbyltingin á Frakk-
landi 1830, snögg og sterk eins og rafmagnsneisti og
kveikti i tundrinu víðs vegar út um Norðurálfu. Þjóð-
þing risu upp hér og hvar. Meðal annara fengu Dan-
ir ráðgefandi þing, 4 alls, sitt fyrir hvern rikishluta.
Islendingar áttu að eiga þing með Eydönum, eða rjett-
ara sagt 2 fulltrúa á þingi þeirra i Hróarskeldu.
Framsýnustu menn þjóðarinnar sáu þegar í hendi
sjer, að annað eins fyrirkomulag var með Öllu óhæft.
Hyggnustu mennirnir í Danmörku sáu og fljótt marga
og mikilvæga agnúa á því, en stjórnin sat samt við
sinn keip, og svo byrjaði baráttan um stjórnarskipun-
*) Sjá tilsk. 11. júli 1800, 1. gr : „Saa skal og det vecl Öx-
eraae holdto Althing væro afskalibt“. (Alþing við Öxará er af-
numið).