Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 142
136
Faxaflói og láglendiS upp af honum honum hefir mynd-
azt viS sig jarðarskorpunnar, ])annig að landspildan
hefir brotnað frá fjöllunum, sem bak við liggja. Þetta
hefir orðið nvjög snemma, h'klega á seinni hluta ,,mio-
tjene“-tímans. Smáir jarðskjálftakippir eru enu tíðir
kringum Faxatlóa, einkum sunnan til og bera þeir vott
um, að enn eru eigi allar hreyfingar gersamlega liœtt-
ar á þessum brotílötum.
Eptir Snæfellsnesi gengur langur fjallshryggur,
brattur beggja meginn og virðist landið eins hafa sígið
norðan við hann, eins og að sunnan; á brotunum beggja
meginn heíir gosið hrauni og myndast eldgígir. Efni
gosanna hefir verið mismunandi, fyrst gaus líparíti, síð-
an döleríti og seinast blágrýti: auk þess eru þar þykk
lög af móbergi og hnullungabergi. Milli Snæfellsness
og Bjargtanga er Breiðifjörður, 10 mílur á breidd, en
18 mílur á lengd inn 'í Gilsfjarðarbotn. Fremri lilutinn,
sem liggur fyrir utan eyjaklasana er nnklu dýpri og
aðeins 10 mílur á lengd. Breiðifjörður er mjög líkur
Faxaílóa og láglendi því sem honum fylgir, en hér
hefir landspildan sígið enn meira, svo að hið innra lág-
lendi er hulið sjó, og ásar og holt eru orðin að eyjum.
Utan til er Breiðifjörður 30—40 faðma djúpur, en mis-
dýpi er þar töluvert og 11 /2 rnílu norður af Snæfells-
jökli er mjög djúpur áll (100-150 f.), sem heitir Kollu-
áll, hann gengur inn undir Höskuldsey og eru hliðar
hans 70—80 faðma háar og snarbrattar. Utaf Breiða-
firði víkkar Kolluáll og líkist neðansævar firði, hefir
hann líklega verið orðinn til, áður en landspilda þessi seig
í sjó. Fjöllótl nes skilur Hvammsfjörð frá Gilsfirði og heitir
fremsti núpurinn Klofuingur. Suðureyjar loka Hvamms-
firði; þar er urmull af eyjum og skerjum og harðir
straumar á milli; þar fyrir innan dýpkar fjörðurinn
aptur, og verður 20—27 faðma djúpur og er eins og