Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 54
48
æzli dónistóll í islenzkum máluni, en ]iar getur ekki
yerið átt við einkadómsvald lians í málurn á móti rúð-
herranum, þegar af þeirri ástæðu, að stöðulögin eru
eldiú en stjórnarskráin. En hvað sem ]>ví líður, yrði
mjög eríittt að sækja slikt mál. Hæstarjetti er ætlað
að leggja fullnaðardóm á fullupplýst mál. Eptir ]>ví
er allt fyrirkomulag hans sniðið. Honum er hins veg-
ar ekki ætlað að prófa mál. Til þess vantar hann öli
skilyrði. Oktavius Hansen, sem ílutt hefur mál fyrir
hæstarjetti fram undir mannsaldur, segirí álitsskjali sínu
til al])ingis 18. júlí 1889, sbr. Al])t. 1889 C bls. 548:
„Eg skal emi fremur bæta pví viö, að sú . ákvörðun, sem er í
annari gr. í „ákvörðunum um stundarsakir“ um það, hvernig fara
eigi með slikt mál, .sem a prima instantia er höfðað við liæsta-
íjett, er mjög ónóg, og mun geta valdið miklum formlegum erf-
iðlcikum, að því er snertir upplýsingnr i málinu“. Hæstai'jetti
er að vísu sem oinkadómstóli ætlað að gjöra út um
örfá* riiál i Danmörku. Þar má sækja sum mál á móti
sáttanefndum, biskupum og út af æztu stjórn [>jóð-
bankans. En ]>að er bvo tlveggja, að slík mál nmnu
ekki hafa komið til kasta hæstarjetta’r um langan aldur,
enda er annar vegur greiðari til að sækja ])essi mál.
Móti ráðherranum verður hins vegar ekki önnur leið
farin.
Vegna fjarlægðarinnar milli Islands og Damnerkur
er landshöfðingja fengið í hendur hið æzta vald inn-
anlands. Stjórnin hefur með stofnun landshöfðingja-
dæmisins í rauninni kannazt við rjettmætiskröfu manna
um heimastjórn. Með landshöfðingjavaldinu er gróður-
settur í landinu vísir til heirnastjórnar, en vísirinn er
ekki líklegur til viðgangs. Stjórnin hefur svo öflug tök
á landshöfðingjanum. Hann á að vísu sæti á alþiugi,
en mætir þar að eins sem umboðsmaður ráðherrans, og
á því allt undir húsbónda sínum, enda getur ráðherrann