Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 18
12
ur hufði ah söunu óskaS, aS funduriun hefði getað orð-
ið ]»á pegar, en af ástæðuin og atvikum, sem tillit verði
að taka til, hafi liann ]>ó orðið að álíta ]>að miður
hepjiilega válinn tíma.
Islendingum, sem hiðu þjóðfundarins með óþreyju,
kom þessi dráttur illu. Mjög mikill áhugi var vaknað-
ur hjá alþýðu víðsvegar um land á stjórnarmálinu og
öðru, er stóð í sambandi við ]>að. Þingvallafundur
hafði vcrið haldinn 1849 og aptur 1850 fyrir forgöngu
sjera Hannesar Stephensens, fjölmennur vel. Þar var á-
varp samið lil allra Islendinga, er hirti álit fundarins
um þjóðrjettindi og landsrjettindi Islands og ályktað aö
setja á stofn undirbúningsnefndir í hverju kjördæmi, og
aöalnefnd í Reykjavík. Frá þessum nefndum víðs-
vegar um land komu álit og tillögur um stjórnarfyrir-
komulagið, sem að vísu voru nokkuð ólíkar í sunuun
greinum, en öllum har þeim saman í því, að Island
væri ríkishluti sjer, samhliða Danmörku, og ætti að
hafa fullt sjálfsforræði í allri innanlandsskipan, og er
])ví úr öllurn hjeruðum mótmælt að liáfa landstjóra sam-
an við Danmörku. Rúmið leyfir ekki að segja nánar
frá þeim áhuga og ]>ví fjöri, sem hvervetna lýsti sjer hjer
á landi á þessum árum, og verður að láta nægjá að
vísa um þetta efni lil margra ágætra ritgerða í Nýjuin
Félagsritum, er skýra mjög greinilega frá þessu.
Þar sem nú stjórnin hafði orðið við óskum Islend-
inga um sjerstakan fund í landinu sjálfu til þess að
ræða um stöðu þá, er það éftirleiðis ætti að hafa í rík-
inu og stjórnarskipun þess, og gefið út hinar ítrekuðu
yfirlýsingar bæði í konungsbréfinu frá 28. sept. 1848
og á ríkisfundimnn í Hróarkeldu, virðist mega leiða af
því þá sjálfsögðu ályktun, að hún hafi ])á ekki álitið
stöðu íslands í ríkinu áður ákvcðna, nje ætlað sjer að
valdbjóða neitt fyrir fram ákveðið fyrirkomulag. í kon-