Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 160
1B4
lagi eins og ])ær, sem enn lifa vi<5 strendur íslands.
Síðan hefir sjóarflöturinn sihátt og sinátt lioríið niður
þangað sem hann nú er og skilið eptir á lcið sinni
skeljar, rekavið, rostungsbein og lábarðar grjótrastir.
2. Grunnsævi kringum ísland og fjarðaálar
á mararbotni.
Vór böfurn nú um stund fengizt við að lýsa fjörð-
um og flóum á Islandi og höfum skýrt frá þeirri ])ekk-
ingu, er vér að svo stöddu höfum um eðli þeirra og
myndun. Vér skulum ])á í sambandi við ])etta segja
nokkuð lauslega frá öðru efni náskyldu, frá sævardýpi
kringum Islaml og þeirri ]iekkingu um lögun marar-
botnsins nærri landinu, sem fengizt heiir með mæling-
um seinni ára. Eins og kunnugt er gengur hryggur
neðansævar frá Skotlandi lil Grænlands um Færeýjar
og Island og skiptir hann liinu norðlæga Atlantshafi i
tvi') afarmikil mardýpi. I kvosunum fyrir sunnan og
norðan hrygginn er 1700—1800 faðma dýpi, en á hryggn-
um sjálfum víðast hvár að eins 200 faðma dýpi og
sumstaðar jafnvel minna. Hrygguv ])essi hefir mikil á-
hrif á strauma og hita hafsins; kalda botnvatnið úr ís-
hafinn kemst eigi suður fyrir hann milli Islands og
Færeýja, en volga vatnið, sem sunnan að kemur flýtur
ofan á og breiðir sig um hafið fyrir vestan Noreg allt
upp lil Sjiitzbergen. Annað einkennilegt má sjá, er lit-
ið er á dýpta-np])di-átt yfir höfin kringum Island, ]mð
cr, að landið stemlur á grunnsævispalli, sein er nærri
sléttur að ofan, en hrattur út að meginhafi. Breidd
]»alls ]>essa er nokkuð mismunandi, víðast 10—15 mílur,
cn minnst 0- 4 mílur, fyrir sunnan land. Slík grunn-
sævisrœma fylgir ströndum allra landa við hið norð-
læga Atlantshaf og er sérstaklega glögg fram með
ströndum Noregs og er brúnin par kölluð Hafseggin eða