Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 166
160
á fjöllum og hálendi; og skriðjökulstangar hafa teygl
sig niöur i dalina., við jiaö urðu árnar vatnsmeiri og
áttu hægra með að grafa sig niður og mynduðu sum-
staðar lög af hnullungabergi, en sumstaðar hafa ísnúnir
steinar verið innanum, eins og Helgi Pétursson helir
fundið allvíða. Isöldin heíir varla getað verið algengin
yfir landið, meðan brimtlöturinn var ofansævar. Það eru
lítil eða engin líkindi til, að jöklar hafi gengið yfir pall
þennan og ekki linnast í • neðansævarfjörðum jökulsorfin
djúp, sem í hiinnn fjörðunum, eða nein önnur ísaldar-
einkenni. Þegar jökull var kominn yfir land allt náði
hann víðast út í sjó, og hrúgöld mikil af jökulgrjóti
hafa þá ekizt á sjó út og má af dýptamælingum ráða,
að iniklar lausagrjótshrúgur eru á mararhotni, en þær
ná eigi langt út, varla lengra en rúma rnílu frá annesj-
um, þar sem lengst er og eigi niður fyrir 50—60 faðma
dýpi. Meðan brimstallurinn kringum ísland var að
myndast á mörg hundruð öldum, á „]iliocene“, mynd-
uðust dalirnir og fjarðaskorurnar á landi; eldri eru dal-
irnir ekki, því fyrir „pliocene", á „mio(;ene“-timanum var
landslag allt annað og svo frábrugðið, að dalir í sama
formi frá þeim tíma hafa ekki getað haldizt. Þó hefi
eg í miðjum blágrýtisfjöllum fundið dálitlar leifar af
árfarvegum þess tímabils; en þær ár runnu yfir land,
þar sem nú er haf og i allt aðrar stefnur en samsvar-
að getur landslagi nútímans. Það er einkennilegt á ís-
landi, að hinir eiginlegu firðir eru hvergi til nema i
hlágrýtishéruðum; í móberginu um miðbik landsins eru
ekki reglulegir firðir, en að eins flóar á Norðurlandi,
myndaðir við landsig. Þetta stendur i nánu sambandi
við myndunarsögu landsins, af ]»ví móbergið er að mestu
leyti miklu yngra en blúgrýtið.