Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 184
176
ur og torfærur eru á leið frumvarpsins — úr fleirum átt-
um og af ólíkum ástæðum, — en einmitt við það, að sitt
togar á hvað, eru hætturnar minni, og rétt óhugsandi
annað, en að alt fari vel í því máli, allra helzt þegar
kjósendurnir búa nú vel í garðinn.
Það eru nokkuð tvisýnni horfur á öðru máli, sem
vísast varðár landið engu minna,- og það er bankamál-
ið, þó að eigi hafi nú reyndar síður árað vel fyrir það
síðan að þinginu sleit í fyrra.
Einhver kann að segja, að það mál liggi ekki fyrir
við kosningarnar núna til aukaþingsins, en bæði er það
að enginn mun efa kappið hjá fylgismönnum útlenda
bankans að reisa hann á rústum landsbankans þegar á
næsta sumri, hafi þeir afl til þess, og í annan stað rek-
ur nauður til, að auka veltuféð í landinu sem allra fyrst.
Aukaþingið hlýtur að taka málið til meðferðar, og jiví
verða kosningarnar í vor sérstaklega að snúast um það,
enda má búast við því, að þingmannaefnin víða hvar
skilji þar um leiðir.
Það var rnjórra muna vant að kjósendur fengju
nokkru að ráða framar um jietta þtýðingarmikla mál.
Hinn 15. dag ágústmánaðar í fyrra greiddu 2/s hlutir
neðri deildar fullnaðaratkvæði með ]>ví, að leggja niður
landsins eigin peningastofnun og gefa útlendum gróða-
mönnum seðlaútgáfuréttinn í 30 ár. Það var móti allri
von og öllum líkum, er málinu var við bjargað á ell-
eftu stund i efri deild, og landsbankinn fékk að standa,
og um leið girt fyrir takmarkalausa einokun.
Eg vil eigi fella þungan dóm á fulltrúana á síð-
asta þingi, sem gripu til þessa neyðarúrræðis að leggja
landsbankann niður. Engin vissa var þá fyrir ]»ví að
landsbankann mætti auka, og þörfin fyrir að fá pen-
inga getur verið svo niikil, að þá verði að kaupa hvað
sem þeir kosta. I annan stað vil eg fúslega játa að