Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 88
82
eins Iiafa fundið ýmsa agnúa á frúmvarpinu, lieldur
jafnvel stórhættuleg ákvæði fyrir sjálfsforræði landsius.
I orði kveðnu þóttust flestir fylgja búsetu ráðherr-
ans. Þingmaður Vestmanneyinga einn var svo hrein-
skilinn að kannast við, að vjer værum ékki menn fyrir
að stjórna oss sjálfir, vjer þyrftum enn að ganga með
um óákveðinu tíma. Hann sagði 23. júlí: „par með
(með Hafnarstjórnarfrumvarpinu) er ekki útilokuð alinnlend stjórn
oinhvern tíma í framtíðinni, e'n það þarf margt að skipast og
mörgu að breyta og okkur að vaxa meiri íislcur um hrygg, þang-
að til við verðum þvi vaxniru.
Annars var höfuðmótbára hans og þá eðlilega
flókksbræðra háns, ekki siður hinna liiglesnu en ann-
ara, að húsetan fengist ekki, hún kœmi í bú/ja við
„liið pólitíska samband landanna11, „ríkiseiningtma11.
Engum þeirra datt í hug að rannsaka, hvernig lagað
„hið pólitiska samband® væri, hvað lægi í orðinu „rík-
iseining“. Þessi orð voru tekin hugsunarlaust upp úr
hinum mörgu auglýsingum og brjefum hægrimanna-
stjórnarinnar og notuð sem „slagorð11. Danska stjórn-
in hafði notuð þau, því hhitu þau að vera óyggjandi, al-
veg eins og frumvarpið frá 1901 átti að veita Istend-
ingum fulla tryggingu fyrir þingræði, af því (!) að fyrr-
um ráðherra Hörring átti að hafa sagt það.
Eins og lient hcfur verið til hjer að framan, tnerk-
ir „hið politiska samband“ landanna eða „ríkiseiningin“
ekki annað, en að Island sje „óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis með sjerstölcum landsrjettindum“, ineð „sjer-
stökum inálefnum“, málefnum, er ríkisvaldið varði ekki
um. Ríkisvaldið hefur með stöðulögunum liltekið, hver
hin sjerstöku mál sje, og konungur hefur nieð stjórn-
arskránni, fyrir sitt leýti, ákveðið, að vjer skyldum hafa
stjórn þeirra mála út al’ fyrir oss, á þann liátt, er þar
er nánar ákveðið. Heimagtjórnarfrumvai'pið fór í engu
frarn á breytingu á sjermálunum. Það laut að eins að