Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 59
53
líka vafalaust komið stjórnarskrárbaráttunni af stað, og
jafnframt gjört hana bitrari í garð stjórnarinnar en ella
mundi orðið liafa. Islendingar hafa í rauninni hingað
til ekkert reglulegt löggjafarþing átt. Stjórnin getur
að vísu ekki lengur neytt lögum upp á þjóðina til lang-
frama, en það er lika allt og sumt. Stjórnin getur
hinsvegar alltaf sett þinginu stólinn fyrir dyrnar. llún
getur neitað að staðfesta hvaða lög sem er, og hún
hefur notað þann rjett sleitulaust, þangað til stjórnar-
skiptin urðu í Danmörku síðastliðið sumar.
Það sýnist líka svo sem stjórnin hafi eigi fylgt
neinum ákveðnum reglum í lagasynjunum sínum. Hún
hefur skorið niður meinláus frumvörp, sem snerta ís-
land eingöngu, ekki síður en ýms frumvörp, sem miðað
hafa til þess að gjöra íslendinga óháðari Dönum. Hún
liefur lialdíð sama dauðahaldi í Maríu- og Pjeturslömb-
in eins og í Kaupnmnnahafnarráðherrann. Þingið hef-
ur í rauninni aldrei átt vísa von á staöfestingu annara
írumvarpa en þeirra, sem komið hafa frá stjórninni og
samjiykkt hafa verið af jiinginu óhreytt eða ]>ví sem
næst. Stjórnin hefur farið með jiingið eins og fáðrík-
ur faðir fer með hálfmyndugan son sinn. Sumum af
lögum jnngsins hefur nú að vísu verið töluvert ábóta-
vant, en ]mð rjettlætir ekki aðferð stjórnarinnar. Þjóð-
in á að hafa rjett til að reka sig á í sínu eigin landi,
enda hal'a fæst af frumvörpum þingsins verið svo stór-
gölluð, að ekki hefði mátt notast við þau til næsta
þings. Og þessi meðráðamennska stjórnarinnar hefúr
verið því óviðunanlegri, sem meðráðamaðurinn hefur
verið útlcndiir maður, útlendur embœttismciður, gjör-
samlega ókunnugur landi og lýð, maður, sem haft hef-
ur mál vor i hjáverkum oy vjer engin tök liaft á,
hvorki siðferðisleg nje lagaleg. Ofan á þetta heíur
svo bælzt, að ráðherrann hefur fai'ið með mál vorí rík-