Andvari - 01.01.1902, Síða 73
67
varpsleiðin, enda þótt stjórnin neitaði að verða við A-
skorun þingsins með ráðherrabrjeíi, dags. 29. maí 1897.
En það var hættara við villum og voða á þeirri leið en
frumvarpsleiðinni, enda gaf raun bezt vitni um það.
Tillögumennirnir 1895 kornu, líklega ílestir óvart, Val-
týskunni 1897 af stað.
VI.
Eram að 1897 hafði jángið allt; af haldið í horfið,
i heimastjórnarhorfiö. Hnífillinn á bátnum hafði, þrátt
fyrir allt, allt af horft fram. Nú var í fyrsta skipti
blásið til undanhalds, til kúvendingar, að vísu
lágt og frammi á hálsþóptunni, en þó ótvírætt til und-
anhalds. Það hartil (i. júlí. Þingmaður Vestnianney-
inga, Dr. Valtýr Guðmundsson, bar þann dag
fram í neðri deild frumvarp ]>að lil breytingar á stjórn-
arskránni, er síðan hefur verið kennt við hann og köll-
uð Valtýska.
Frumvarpið fór eigi fram á aðrar breytingar á
stjórnarskránni, en þær 2: að ráðherrann átti nú að
bera ábyrgð á allri stjórnarathöfninni og að hann mfítti
sitja á þingi. Á hinn bóginn fór frumvarpið, í notum
þessara nýmæla, fram á, að fil. gr. stjórnarskrárinnar
yrði breytt á þá leið, að stjórnin þyrfti elcki að leysa
þingið upp eptir nýja stjórnarskrársamþykkt, nema því
að eins, að hún væri samþykktinni hlynnt.
Að þvi er fyrra atriðið, ábyrgð ráðherrans á stjórn-
arathöfninni snertir, nægir að vísa til ]>ess, sem á und-
an er farið. Þar eiga að vera leidd rök að því, aðlaga-
ábyrgðin sje litils virði meðan sækja verður málið J’yrir
hæstarjetti, enda vantar oss 'algjörlega refsilög fyrir ráð-
gjafann, og enginn maður verður ]>ó dæmdur án laga-
heimildar. A byrgðarákvœðið er því alvecj ónýtt.
5*