Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 179
173
]>urt laiul á svæðinu niilli Skotlands og Grænlands og
að lieitir straumar sunnan að hafi því eigi komizt norð-
ur eptir. Þetta ætla ]>eir að hafi verið aðalorsök ísald-
arinnar. Þetta er ]>ó að eins getgáta, sem ekki styðst.
við nein veruleg rök og ]>ó svo hefði verið, sem þessir
fræðimenn ætla, ]>á sannar þetta ekkert uppruna og
orsiik ísaldarinnar, sem náði yfir stóreflisflæmi á norð-
ur- og suðurhveli jarðar. Þó stórvægilegar breytingar
hefðu orðið á landslagi og straumum í Norðurhafi, ]>á
hefði ]>að ekki getað haft nein veruleg áhrif á alla jörð-
ina. A Islandi hefi eg heldur ekki getað fuudið neitt,
er bcndi á slíka hækkun landsins á ísöldu og hugmynd-
in um landbryggju yfir Atlantshafið á ]>eim tíma hefir
að svo komnu ekki við nein rök að styðjast. Ef Island
og landhryggurinn hefðu verið 6000 fetum hærri, ]>á
hefði Island verið áfast við Grænland á 50—60 mílna
svæði og hinn hái fjallshryggur hefði náð til Skotlands
]>ó hann líklega ]>ar syðra hefði verið mjórri. llryggur
]>essi hel'ði, eins og löndin í kring, hlolið að vera jöklum
hulinn og skriðjöklar hefðu ]>ar eins og annarsstaðar
ekið á undan sér grjóti eptir hallanum í ýmsar áttir; af
þessu sjást ]>ó engar menjar. Bæði Færeyjar og Island
liafa hvort fyrir sig verið hulin sérstakri jökulhellu, sem
mjakaðist út i allar áttir í sjó fram, eins og sést á ís-
rákunum. Hefði jökulsamband verið milli Grænlands
og Islands mætti ]>að undarlegt vera, að ekki skvldi ber-
ast grjót með skriðjöklum frá einu landi til annars, en
á íslandi sjást engar menjar af grænlenzkum ísaldar-
ruðningi og þó væri mjög hægt að athuga slíkt, því
grjót frá austurströnd Grænlands (gneis, granít o. 11.)
er að llestu svo ólíkt íslenzku grjóti, að jarðfræðingar
nnmdu fljótt verða þess varir, ef eittlivað af því hefði
slæðst til íslands. Almenn jarðb'ygging Islands mælir
líka móti því, að samband hafi verið milli landanna á