Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 31
25
og mœlti: „Þá mótmœli jeg jiessari aðfcrð“. Konungs-
fulltrúi gekk ]já úr sœli sínu ásamt forseta og kvaðst
vona, að jiingmenn hefðu heyrt, að hann hefði slilið
fundinum í nafni konungs. Jón Sigurðsson svaraði: „Og
jeg mótmæli í nafni konwngs og þjóðarinnar jiessari
aðferð, og áskil þinginu rjett til að klaga til konungs
vors yfir lögleysu þeirri, sem hjer er höfð í frammi“.
Þá risu upp þingmenn og sögðu ílestir í einu hljóði:
„Vjer mótmœlum allir“. —
Þannig lauk þessu fyrirheitna þjóðþingi og tilraun-
inni til að skipa fyrir um stöðu Islands í ríkinu og
stjórnarfyrirkomulag þess með lögmætri aðferö. Það
var eitthvað í meira lagi óviðfeldið í þessum „soIdáta“-
leik stiptamtmannsins, aö ógna með vopnuðum hermönn-
um vopnlausum þingmönnum, sem aðeins vildu gjöra
skyldu sína og gegna störfum sínum í friði; en því
Sleðilegra er, að þeir voru örfáir, sem ljetn slikt á
sjer festa, heldur ljetu þingmenn sem ]icir sæju ekki
herbúnaðinn, og fóru sínu fram hiklaust og drengilega.
Iívað áttu þessir dátar að gjöra? Hversvegna voru
þeir hafðir við höndina einmitt nú, ef það var svo á-
gætt, lögmætt og gefnum heitum samkvæmt, sem verið
var að bjóða fulltrúum landsins? Konungsfulltrúinn
varðist allra sagna, þegar fyrirspurn var borin upp um
það á þjóðfundinum, hvað þessi liðsafnaður ætti að
þýða, og má vera, að hann hafi ekki gjört sjer ]>að vel
ljóst sjálfur. En i dönsku blaði1 var svo frá skýrt, að
meðal þess, sem fyrir lmnn hafi verið lagt, hafi verið
það, að hann skyldi slíta þinginu, hvenær sem honum
]jætt,i nauðsyn til hera, og yrði mótstaða gegn því, mætti
Iiann laka til alls þess liðsafla, sem hann hefði til
umráða“.
1) Kio'bonhavnsposten 25. sept. 1851,