Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 28
])ví ekkert annað liœgt að gji'ira, en að setja fram kröf-
ur þjóðarinnar hreint og hiklaust, stefnuskrá, er sýndi,
hvað hún áleit sig eiga nieð rjettu, og hvað hún gat
gjört sig ánægða með. Frá því sjónarmiði er frumvarp
þjóðfundarins samið, og ]»ví má óhætt treysta því, að
það sýni rétta mynd af því, er vakti fyrir fyrstu og heztu
forvígismönnum stjórnarrjettinda Islands, og hvað þeir
álitu þjóðinni samboðið og hentugt. — Frumvarpið var
í 7 köflum. Fyrsti kafli er um hin sameiginlegu mál-
efni, og eru þar teknar upp nokkrar greinar úr grund-
vallarlögum ríkisins, svo sem um ríkiserfðir o. þvh, svo
er þar og ákveðið að ísland skuli eiga erindrekci af
sinni hálfu hjá konunginum, í&ienzkan mann, er kon-
ungur kjósi og eigi sæti í ríkisráði hans. I 2. kafla er
ákveðið að í öllum málefnum, sem snérta ísland og
eru ekki sameiginleg, skuli löggjafarvaldið vera hjá kon-
ungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá
konungi og dómsvaldið hjá dómendum í landinu
sjálfu. 3. kafli er um fyrirkomulag framkvæmdarvalds-
ins, og-er aðalkjarninn sá, að konungur skuli setja ís-
lenzka menn til ráðgjafa, er hafi á hendi alla hina
æðstu stjórnarathöfn i landinu sjálfu, og beri ábyrgð
á allri stjórnarathöfninni. Undirskript konungs skyldi
því að eins veita lögum og ályktunum lagagildi, að ein-
hver hinna íslenzku ráðgjafa skrifaði undir með honum.
Erindrekinn skyldi bera ályktanir alþingis og málefni
ráðgjafanna fram fyrir konung. 4. kaflinn er um fyrir-
komulag al])ingis, er skyldi vera að öllu leyti þjóðkjörið
og í einni málstofu. 5. kaflinn er um fyrirkomulag
dómstólanna, 6. kafli um þjóðkirkju, 7. kafli um al-
menn mannrjettindi. Það var von á allmörgum breyt-
ingartillögum við frumvarp þetta, bæði frá nefndinni og
öðrum, en ekki í aðalatriðunum, sém meiri hlutinn hjelt
fast við, Minni hluti nefndarinnar, háyfirdómari Þórður