Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 76
70
vegar verður ]iað varla varið, að deildin skyldi gjöra
frmnvarpinu svo hátt undir höfði, að byggja ofan á ]>að, þó
rneð mikilsverðum afbrigðum og viðaukum væri, á jafnröng-
um grundvelli sem það stóð; en það mun hafa verið gjört
fremur af ráðþrotum í svipinn, en af því að deildin
fjellist á hugmynd flutningsmanns. Það bjargaði heirna-
stjórnarstefnu þjóðarinnar í það skipti, að deildirnar
gátu eklci komið sjer sanran um setu ráðherrans í ríkis-
ráðinu. Neðri deild áskildi það í frumvarpinu, að sjer-
málin skyldu ekki vera borin upp í ríkisráðinu, en efri
deild felldi ])að ákvæði úr, og svo hratt neðri deild öllu
málinu, er frumvarpið kom til hennar aftur.
Rjettast hefði verið að hrinda frumvarpinu og sendá
stjórninni líka tillögu og 1895, eða þá að öðrum kosti,
haíi andstæðingar frumvarpsins ekki haft bolmagn til
þess, að láta þá málið hvílast um sinn. Það var auðsjeð
á öllu, að íh'aldsstjórnin, er setið hafði að völdum í
Danmörku marga tugi ára, átti nú skamman aldur eptir.
Estrup hafði farið frá 1894, og Nellemann 1896. Stjórn-
in hafði mikinn meiri hluta Jijóðþingsins á móti sjer og
fylgið í landsþinginu minnkaði allt af.
Eins og við mátti búast, eptir undirtektum alþingis
1897, var frumvarjiið aftur borið fram á jiingi 1899,
og höfðu nú verið teknir upp í það viðaukar ])eii-, er
deildunum hafði komið saman um að gjöra við frum-
varpið 1897. Nú var ákveðið, að ráðgjafinn inætti
ekki hafa önnur stjórnarstörf á hendi, að hann yrði að
skilja og tala íslenzka tungu, að honum væri skylt að
mæta á þingi, nema „sjúkdómur eða (innur slík forföll1 “
væri því til fyrirstöðu. Jafníramt var ákveðið, að
landsliöfðingi skyldi mæta á þinginu í stað ráðherrans,
ef eigi hefði verið gjörð önnur ráðstöfun. Nú var og
1) Potta ákvæði var pó fellt úr soinna.