Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 139
133
enda voru dýptamælingar þá enn skammt á veg komnar.
A. Helland (1881) var hinn fyrsti, er ritaði nokkuð ítarlega
um íirði á Islandi, einkum til þess að lirekja skoðanir
Kjerulfs og Johnstrups. Helland ætlar, að jöklar séu
aðalorsök tjarðmyndana og að þeir séu til orðnir á ís-
öldu, hann sýnir, að firðirnir ekki standa í neinu
sambandi við eldfjallasprungur og að dýpið er opt meira
inni í fjörðum, en i mynni þeirra. Um myndun hinna
stærri ílóa vissu menn ekkerl og rituðu ekkert, enda
var jarðlagaskipun (tektonik) íslands þá alveg órann-
sökuð. Það má að eins néfna, að K. Keilliack (1886)
getur þess lauslega, að Faxaflói og Breiðifjörður munu
líklega vera myndaðir við lækkun milli sprungna frá
austri til vesturs, þess utan heldur hann, að dalir, sem
ganga upp frá Borgarfirði og Mýrum séu sprungur.
Þessar getgátur voru eigi byggðar á nægilegri rannsókn
og ])ví hefir það síðan sýnt sig, að þessu hagar á nokk-
uð annan hátt en Keilhack ætlaði, og vér vitum nú, að
dalir ]>essir eru alls ekki sprungur.
ísland er ákaflega vogskorið, svo strandlínan verð-
ur, ef mælt er inn í hverjavík, yfir 800 mílur á lengd.
Þó er öll suðurströndin fjarðalaus, eins og kunnugt er,
af því jökulár hafa borið þar fram svo mikla möl og
sand, að sléttazt hefir yfir allar ójöfnur og allar vikur
hafa horfið. Ef sjór hækkaði og láglendin á Suður-
landi gengju í kaf, mundi þó sjást, að allmargir smá-
firðir gengju inn í hálendið, er dalirnir fylltust af sjó.
Skorur þær, er skerast inn i slröndu íslands eru tvenns-
konar að útliti og eðli : breiðir flóar með ýmsu lagi og
mjóir firðir. Flóarnir eru vanalega nátengdir sprungum
og sokknum landspildum, firðirnir eru myndaðir al
vatnsrennsli og að nokkru leyti af-áhrifum jökla; þó
hafa sprungur stundum haft áhrif á stefnu dala og