Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 20
14
fundurinn var haldinn á Þingvöllum 5. ágúst J84S
fram yfir þjöðfundinn, heldur munu önnur alríkismál, og
hættulegar stjórnmálabendur, sem hægra er um aö tala
en í aö komast, hafa ráðið þar mestu. Víst er um
]»að, að síðari hluta ársins 184í) og 1850 mátti sjá
þess ýms merki, að danska stjórnin hugsaði íslending-
um annað, en þeir hjuggust við og vonuðusl el'tir, og
er það bersýnilegt, að þjóðernisflokkurinn í Danmörku
áleit sig þurfa að sameina sem allra fastast Danmörku
sjálfa, Sljesvík, Island og Færeyjar og telja allt þetta
„Ðamnerkurríki“. A íslandi munu menn ekki liafa
veitt ])essu mikið athygli framan af og hjeldust fundar-
liöld og ráðagjörðir með fjöri og góðri von.
Þegar árið 1851 gekk í garð, var því heilsað sem
viðreisnarári þjóðarinnar, af því menn treystu því,
að hún á því fengi stjórnarbót og ný sambandslög við
Dani. Þessvegna horfðu menn fram á árið með áhuga
og góðu þjóðlííi, og fóru að stofna til fundar við Oxará
til undirbúuings stjórnmálinu. En þá hófust þegar mót-
spyrnur með ýmsum hætti. Stjórnarblaðið, sem þá var
(Landstíðinöin), neitaði að taka auglýsing um Þingvalla-
fundinn', og leitaðist við að telja mí'nmum trú um, að
Þingvallafundur mundi i ]>etta sinn frenmr spilla en
bæta fyrir málcfni landsins. Stiptamtmaðurinn, Trampe
greifi, hafði fyrst látið líklega við stjórnbótahreyfingunni
og tekið viö kosningu í aðalnefnd þá, sem kosin var á
Þingvallafundi 1850 lil ]iess að gangast fyrir málinu,
og hal'ði ásamt nefndinni auglýst ályktanir fundarins
og skorað á menn að kjósa hjeraðsnefndir og halda
I fundi til að hugleiða stjórnarmálið. En nú neitaði hann
allt. í einu að leyfa að prenta hjeraðsálitin i prentsmiðju
landsins — einu prentsmiðjunni, sem ]»á var til —
1) Sbr. Þjóðúlf 1852, bls. 208.