Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 172
166
ir að landiS yfirleitt hafði fengiö það form og útlit.
sem það nú liefir, fór að gjósa dóleríthraunum, sém
þölctu mikil svæði og héldust inn á ísöldu; sumstaðar
hafa þykk lög af nýju móbergi myndazt ofan á dólerít-
inu. Síðan á ísöldu hafa eldfjöll nærri eingöngu gosið
blágrýtishraunum, sem mjög eru lík þeim, sem mynd-
uðust á tertiera-tímanum. Á öllu tímahilinu hefir lípar-
ít hér og hvar brotizt gegnuni sprungur og það jafnvel
eptir ísöldu; hak við Torfajökul við Námskvísl eru slík
líparithraun og Askja gaus miklum líparítvikri 1875.
Þekkingin um hina eldri sögu hins norðlæga At-
lantshafs er enn þá mjög óljós og í molum; mörg jarð-
lög, sem gætu gefið upplýsingar um breytingar, þær sem
orðnar eru, eru eydd og horfin, önnur liggja ef til vill
á mararbotni og eru hulin sjónum vorum. Hinn frægi
jarðfræðingur Eduarcl Suess í Wien færir ýms rök fyrir
þvi, að í Atlantshafinu miðju muni í fornöld jarðar (á
palæozóiska tímanum) hafa verið fasta land, sem fyrir
langa löngu er horfið. A austurströnd Ameríku hafa menn
meðal annars fundið þykk lög af lausagrjóti og árburði,
sem hlýtur að hafa komið ]>angað fyrir æfarlöngu úr
fjalllöndum, sem legið hafa í Atlantshaíi, þar sem nú
er djúpur sær. Ef svo hefir verið, þú hefir Island á
þessari fjarlægu jarðöld verið til i öðru formi, ólíku ]>vi,
sem það var á tertiera tímanum og enn ólíkara því sem
nú er. Um þetta ]>okuIand vita jarðfræðingar þó svo
sem ekkert, sjá naumlega af því hyllingar í hinu fjar-
lægasta hyldýpi tímans. Hér og hvar við strendur
Norðurhafsins eru leifar af sæmyndunum frá júra-tíma,
þannig t. d. á Spitzbergen, á Andö í Noregi og á aust-
urströndu Grænlands norðarlega; samskonar myndanir
eru líka uudir blágrýtinu á Skotlandi og Irlandi. Þetta
sýnir, að flói mikill, en líklega fremur grunnur, hefir
gengið að norðan suður eptir þar sem hið norðlæga