Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 149
143
fjarðar, en á svæðinu niilli Vatnsness og Bjarnarfjarð-
ar er misdýpi mikið og ósléttur botn, siðan er hallinn
jafnari, þó eru þar ýmsir 100 faðma hyljir t. d. fyrir
Kaldrananesi, Kaldbaksvík og norðaustur af Grímsey og
100—160 faðma dýpi gengur inn mynni llúnaílóa suð-
ur undir 66n n.br.; út af Skaga er fyrst framan af 50
—60 f. dýpi, en síðan grynnra 60—40 f., 5—6 mílur
frá landi. Húnafjörður er 19—45 f. djúpur og hallast
jafnt út frá landi, hann hefir áðurverið 6 milum lengri
um lok ísaldar og hefir þá náð upp í Víðidal og Vatns-
dal; þá lieíir fjörðurinn verið alldjúpur bið efra, því
mælt er að í Vesturbópsvatni sé 80 -90 faðma dýpi.
Miðfjörður er líka jafnt allíðandi út eptir (30- 60 f.), en
hryggur gengur út frá Bálkastaðanesi og utan lil við
hann í Miðfjarðar-álnuni er að eins 43 f. dýpi. I Bitru-
íirði er jafn halli (8—33 f.) og að sunnanverðu hrygg-
ur út af Guðlaugshöfða og við enda hans er fjarðar-
állinn að eins 11 —14 f. Botn Steingrímsfjarðar skipt-
ist i tvö trog eða hvilftir, í hinni innri eru dýptirnar
16, 18, 24, 32, 26 og 17 f. út af Kálfanesi, síðan verð-
ur fjörðurinn hæði breiðari og dýpri, 50- 60 f., og út
af Gautshamri jafnvel 100 f., síðan grynnkar aptur og
fyrir austan Grímsey er hryggur í fjarðarmynni (8, 46,
55, 18 f. frá norðri til suðurs). Reykjarfjörður er
dýpstur inn við botn (58 f.) en fyrir utan hann og
Veiðileysu er hryggur með 33 f. dýpi. Það er mjög
líklegt, að Húnaílói sé til orðinn við sig stórrar land-
spildu, þó þekkjum vér enn ekki jarðfræði nálægra hér-
aða nógu vel til þess að skera úr því með vissu. Þó
er fullkomlega hægt að sanna, að Steingrímsfjörður er
orðinn til á þann hátt. Þar eru beggja meginn fjarðar
surtarhrandslög og leirlög með jurtasteingjörfingum og
hallast þau niður að firðinum á háða hóga og sýnir það,
að landið hefir þar sígið eða brotnað undir firðinum.