Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 58
62
heföi veriS sá einn, að skreyta þingsalina meS lands-
höfðingjanum.
Eptir þingið hefur svo landshöfðinginn tekið frani
frumvörp þingsins, sett aptur upp stjórnargleraugun og
farið yfir frumvörpin, eins og kennari yfir stíl skóla-
pilts. Af lagasynjunum þeim, seni birtar eru í stjórn-
artíðindunum, þykir mega ráða, að landshöfðingi hafi
fyrst í stað sjaldan lagl til, að frumyíirpum alþingisyrði
synjað staðfestingar, og þá aldrei sveigt að þinginu.
Seinna hefur synjunartillögum landshöfðingja ijölg-
að. U]>p á síðkastið, eða frá 1895 virðist þeiin
aftur á móti liafa fækkað. Því verður nú að vísu
ekki neitað, að ílestar aðíinningar landshöfðingja
hafa verið á töluverðum rökum byggðar, enda þótt þær
stundum hafi ininnt nokkuð á glöggan og harðsnúinn
málaílutningsmann, en svo virðist, sem þær hefði þó
margar verið betur ógjörðar. Það hefði að minnsta
kosti verið viðkunnanlegra, að synjuuartillögurnar hefðu
sþrottið í stjórnardeildinni suður í Kau]>mánnahöfn. en
i landshöfðingjahúsinu úti á Islandi, enda er enginn efi
á því, að synjunartillögur landshöfðingja hafa valdið
]>ví, að stjórnin liefur bæði notað synjunarrjétt sinn
optar, en hún mundi ella hafa gjört, og gjört ]>að stund-
um á óviðfelduari hátt fyrir alþingi en skyldi. Upp-
runalega virðist stjórnin hafa kynokað sjer við, að neita
lögum alþingis um staðfestingu, og þegar hún gjörði
það fór hún stundum um það orðum, er ekki voru ó-
lík afsökun. Seinna hafa lagasynjanirnar verið tíðarog
notaðar eins og sjálfsagður hlutur.
Lagasynjanir stjórnarinnar hafa verið óviðfeldn-
asti og sárasti agnúinn á stjórnarframk’væmdinni. Þær
hafa verið ]>ví óviðfeldnari, sem segja má, að stjórnin
geti enda haft töglin og hagldirnar á ]>inginu með fylgi
fulltrúa sinna og áhrifum land|höfðingja. Þær liafa