Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 161
155
Stóreggin. A brún grunnpallsins kringum Island er
100 faðma dýpi og frá brúninni brött hlíð niður að 700
faðma dýpi, eptir það verður botninn aptur flatari og
hallinn víðast miklu minni, enda er sævarbotn úthafa
víðast nijög sléttur og misbæðir og snardýpi mjög óvíða
Hryggurinn milli Færeyja, Islands og Græulands geng-
ur upp að pallinum við Austurland og Yestfirði og er
ei'ns og dálitið lægra áframhald af honiun. Langbrött-
ust er brúnin fyrir sunnan land, suður af Mýrdalssandi,
og þar er hún næst landi; ]>ó væri í fyrstu iill orsök
til ]iess nð ætlá, að hér vairi aðdragandinn einmitt meiri
og brattinn minni, því þar liggja jöklar fyrir ofan, sem
hera fram ókjör af lausagrjóti, möl og sandi; undir
jöklunum ef lint móberg og þussaberg, sem jöklar og
jökulár eiga hægt með að leysa. sundur, og árhurður
og jökulhlaup hafa í Skajttafellssýslum síðan land byggð-
ist fyllt lón og smáfirði, svo þar eru sandar, sem áður
var sjór. Þetta snardýpi svo nærri landi, hlýtur að
standa í sambandi við upprunalega myndun landsins,
áður en jöklar voru til. Utaf Vestfjörðum er grunnsær-
inn víöast 12 14 mílur á breidd og hrúnin ekki eins
livöss. Ut af Snæfellsnesi kemur 700 faðma dýpi eigi
fyrr en 27 mílur frá landi. Grunnsævis-pailurinn knng-
um ísland er fvrir innan 100 faðma dýpi í lieild sinni
hallandi flötur aðlíðandi upp að ströndinni.
Ef lina er dregin gegnum alla þá staði, þar sem
100 faðma dýpi er, Sést að lína ])essi fylgir grunnsjóar-
brnninni. en beygist þó hér og livar inn með löngum
bugðum og stafar það af því, að þar eru langar skor-
ur inn í ílötinn, nokkurskonar marhotns-firðir, sem eru
áframhald af hinum stærri fjörðum, er ujip i landið
ganga. Dý])ið í þessum fjiirðum neðansævar er enn lílt
kunnugt, nema fyrir utan Austurland, því þar hafa
dönsk herskip hin seinni ár nákvæmlega stikað dýpið.