Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 113
107
Munurinn á Landsbanka og blutafélagsbanka, sem
útlendir eiga nœr ]iví að öllu leyti, hlýtur í framkvœmd-
inni að verða sá, að ]>ar sem stjórn og þing hefir öll
yfirráð yfir Landsbanka, verður honum jafnan stjórná'ð
svo, að haft verður aðallega og fýrst og fremst fyrir
augum heill og hagur ahnennings, en minna hugsað um
það, að græða sem mest fé, — þar sem stjórn hluta-
félagsbanka er siðferðislega skyldug til, að etla fyrst og
fremst hag hluthafanna, láta þá geta fengið sem bæsta
vexti af hlutum sínum í honum, sem gerist með ]>ví, að
hafa átlánsvextina svo húa, sem hægt er. Lð þessi rök-
semdaleiðsla sé rétt, kemur berlega í ljós í kapjii ]>ví,
sem meðhaldsmenn hlutafél. bankans leggja á ]>að, að
koma Landsbankanum fyrir kattarnef, svo að hinn geti
orðið einvaldur og einn ráðið rentufætinum bér á landi.
Ur því að þessir sömu menn prédika ]>að seint og
snemma, að landið og atvinnuvegir ]>ess þurti veltufé
svo tugum miljóna skiftir, ættu þeir að sjá það, að af
]>ví leiðir beint, að hér væri þá nóg verksvið fyrir bæði
hlutafélagsbanka með 3 milj. kr. og Landsbankann með
s/4 milj. kr. Ef þessir menn væru sjálfum sér sam-
kvæmir, ættu þeir einmitt að berjast fyrir því, að báðir
þessir bankar störfuðu í landinu, því ekki mun veita
af 4 milj. kr. véltufé, ef þarfirnar eru fyrir tugi milj-
óna kr.
Önnur ástæða fyrir því, að vér eigum ekki að leggja
niður Landsbankann, og gefa hlutafélagsbankanum ó-
skertan seðlaátgáfuréttinn í 30 ár er sú, að þjóðin öll
á seðlaútgáfuréttinn og þann arð sem honum er sam-
fara; hún á ]>ví sjálf að njóta ]»‘ssa arðs. Það bygg-
ist á tiltrú þjóarinnar sjálfrar, að hægt er að láta seðla,
bankaseðla, peningaseðla, ganga sem gjaldmiðil í land-
inu, og auðmennirnir, sem ráð bafa lil þess að eignast
hluti í seðlabankanum, eiga engan rétt á því, að stinga