Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 103
97
ann, 1/„ milj. kr. eftir Jiessi 2S ár. — Þetta gœti nú að
sjálfsögðu gjört talsvert gagn í bráðina. en ]>að mundi
])ó ekki nægja til langframa. Hugsa má að viðskiftin
í landinu niuni bera meira uppi en 1750 ]>ús. kr. í
seðlum, í öllu falli á vorin og sumrin, þótt ekki
sé bægt að segja neitt um ]>að með vissu, ]>ar sem
alla reynslu vantar í ])ví efni. Þetta fyrirkomulag
Iiefði þó þann mikla kost, að á þann hátt mætti smátt
og smátt leita fyrir sér, hve mikla seðlaútgáfu landið
þyldi; ekkert stökk væri tekið, en aukningin yrði eðli-
leg. I öðru lagi hefur bankastjórinn lýst yfir því, að 1
milj. kr. lán stæði til boða í gulli, gegn 4"'0 vöxtum lil
30 ára. Með slíkum gullforða mætti auka seðlaútgáfuna
upp i 2 milj. kr. með þeirri trygging, sem þjóðbankinn
áleit nauðsynlega hér á landi (1 : 2). Mætli búast við
að mörg ár mundu líðá áður en landið þyldi fleiri seðla
í mnferð. Hr. Indriði Einarsson befur í 71. tölubl. Isa-
foldar reynt að sýna fram á. að slík lántaka með seðla-
útgáfu borgaði sig ekki fyrir bankann, ef hann setti
upp 3 útibú. En dæmi hans er bæði mjög öfgafult,
enda litur út fyrir að bann hafi gleymt ])ví, hvað hann
er að gjöra, — að bann ætlaði að anka Landsbank-
ann með lántöku í gulli og seðlaútgáfu út á ]>að gull.
Hann sleppir sem sé alveg öllum tekjum af landsjóðs-
seðlunum. Yfir böfuð sanna <>11 þessi dæmi, bæði bans
og meiri hluta bankanefndarinnar í neðri deild alþingis
í sumar, harla lítið, ]iví að þau eru að mestu leyti grip-
in úr lausu lo])li, en byggja ekkert á þeirri reynslu í
bankamálum, sem vér höfum þegar fengið. Eg skal
koma síðar að því, að sýna betur fram á þetta.
Hin þriðja aðferð væri sú, að taka 1 — 11 /2 milj.
kr. lán og breyta Landsbankanum i hreinan seðlabanka
i líkingu við þann blutafélagsbanka, sem samþyktur var
í neðri deild alþingis nú á síðasta þingi.
7