Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 37
31
hefði löggjafarþing og fjárlmg útaf fyrir sig og í
])riðja lagi að landstjórnin vœri innlend. Þrátt l'yrir
seiga og langa mótstoðu hefur ]>ó smámsaman þokast
að öllum þessum atriðum. Enn ])á árið ÞSÖ? stóð í
1. gr. stjóriiarfrumvarpsins, sem lagt var fyrir þingið:
„Island er óaðskil janlegur hluti Danmerkurríkis“.
Þessa missögn gátu íslendingar ekki fellt sig við, og í
baráttunni hal'ði meðal annars komið fram og unnið
allmikið fylgi tillaga um að krefjast ])ess að ísland væri
viðurkennt sem „frjálst sambandsland Danmerkur“. En
í stað þess að halda ]>essu atriði til streitu, tók Jón
Sigurðsson og hans ílokkur í fullu samræmi við liinar
fyrstu ritgjörðir hans um stjórnmálið og umræður og
stefnu Jrjóðfuudarins, upp það breylingaratkvæði, að
1. gr. væri orðuð þannig: „Island er óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis með sjerstökum landsrjett-
indum“, og var ])að samþykkt af ])inginu.
Fyrst urðu danskir stjórnmálainenn óðir og up]>-
vægir út af þessum sjerstöku landsrjettindum,1 en sefuð-
ust ])ó innan skamms, og loks voru þessi orð óbreytt
tekin upp í stöðulögin 2. jan. 1871. Hvað sem ]>ví
með rjettu má segja móti stöðulögunum, bæði einstök-
um atriðum þeirra, aðferðinni við tilbúning þeirra, og
gildi þeirra fyrir Island, þá er þó víst um það, að ineð
þeim er það viðurkennt gagnvart Islandi, að ]>að sje
ekki hluti Danmerkurrikis í þeirri merkingu, sem haldið
hafði verið fram til þess tíma, og á þeim landsrjettind-
um, sem þannig voru viðurkennd, byggðist, stjórnarskrá-
in 1874, sem þrátt fyrir galla þá, sem á henni eru,
þegar hefur orðið íslandi til ómetanlegs gagns. Með
henni fjekkst framgcngt hinu öðru meginatriði þjóðfund-
arins, innlendu löggjafarþingi með fullu þinglegu valdi í
1) Sbr. ritgjörð Jóiis Sigurðssonar i „Audvara11 1874, bls. 08.