Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 173
167
Atlantshaf nú er, en hvort ])á hefir verið þurt land
land eða grunnt haf, þar sem Island er nú, vita menn
ekki, af ]iví jarðmyndanir ]iær, sem eru undir blágrýti
íslands koma hvergi í ljós.
Miðöld jarðarinnar (mesozóiski tíminn; trías, júra
og krít) var rósemdartími, byltingalítill, en á mörgum
miljónum ára mynduðust þá mörg þúsund feta þykk
jarðlög og dýra- og jurtalíf tók smátt og smátt miklum
breytingum til fullkomnuriar. A öllum þeim geysilanga
tíma urðu engin eldgos að mun í vesturbluta Evrópu,
en er tertieri tíminn byrjar, skiptir i tvö horn, þá urðu
stórkostleg eldsumbrot og miklar breytingar á innbyrðis
stöðu láðs og lagar. Þá risu flestir hinir stóru fjall-
garðar í Norðurálfunni og gengu öll ósköp á af jarð-
skjálftum og öðrum byltingum. Ovíða urðu þó önnur
eins gos, eins og á svæðinu milli Grænlands og Skot-
lands; þar utlu upp úr jörðu þúsundir hrauna, er hlóð-
ust upp í hálendi, sem líklega hefir náð yfir Atlants-
hafið þvert. Þau blágrýtishálendi, sem enn eru til og
vér fyr höfum getið um, hafa öll áður verið rniklu
stærri en nú og öll líkindi eru til, að þau hafi verið
ein samanhangandí landspilda, sein síðan hefir brotnað
í sundur. Þegar bvíld var komin á gosin um miðja
mio(jene-tíð náðu hraunflæmin yfir mörg þúsund fer-
hyrningsmílur og mynduðu hálendi, sem var 10—12
þúsund feta hátt. Öll þessi hraun eða flestöll mynduð-
ust ofansævar, menn hafa ekki fundið sæmyndanir nrilli
blágrýtislaga á þessu svæði, en nriklar leifar af land-
plöntum og trjám.
Á seinni hluta nriocene-tímans brauzt frarn urmull
af göngum um sprungur, sem líklega hafa myndazt, er
mótstöðukraptur binnar ógurlega stóru blágrýtishellu fór
að veikjast,af því að þyngslin á jarðarskorpumri urðu of mikil.
Eptir það tók blágrýtishálendið að brotria og síga, enda