Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 45
39
giltu ekki á íslandi. Lengra urðu nefndármenn ekki
samferða. Meiri hlutinn, 8 af !), rjeð til að hafna
'stjórnarfrumvarpinu, en bjó jafnframt til annað frum-
varp. Eptir |iví átti alþing að hafa fullt löggjafarvald,
œzla stjórn sjermálanna átti að eiga heima i land-
inu, en hafa sjer erindisreka hjá konungi og innlendir
dómstólar áttu að hafa úrslitavald í öllum dómsmálum.
Miuni hlutinn, Þórður háyfirdómari Sveinhjörnsson, vildi
hinsvegar taka stjórnarfrumvarpinu, en ])ó gjöra á ]»ví
ýmsar mikilvægar breytingar. Hann vildi þannig, að
ráðherrastjórn væri stoínuð í landinu, og fer um það
atriði svo látandi orðum: . . . „virðist slikt skipulag ékki
geta liaft nein truflandi álirif á stjórn ríkisins yfir liöfuð, þar
sem um svo sjerstakleg málefni er að gjöra, eins og lika það er
auðvitað, að i þeim málum getur ekkert lagaboð fengið lagagildi,
nema konungur samþykki það; þar á móti mundi slik tilhögun
vera mjög' að skapi landsmanna og samvinna þessara stjórnar-
manna og alþingis leiða af sjer itarlega og vandvirka umhugs-
un og rannsókn islenzkra mála, áður en þar að lútandi lagaboði
væri veitt fullkomið lagagitdi11. SvOlia talaði konuugkjöl’iim
maður úr vfirdóminum 1851, uokkuð á annan veg en
konungkjörni maðurinn úr yfirdóminum 1901. Málið
varð ekki útrætt á þjóðfundinum, af því að konungs-
fulltrúi sleit fundinum i miðjum klíðum. Því tóku 36
fundannenn af 46 það ráð, að senda konungi ávarp,
og var þar haldið fram skoðunum meiri hluta nefndar-
innar, en konungur neitaði með auglýsingu, dags. 12.
maí 1852, að verða við óskum ávarpsmanna. Þjóð-
fundinum hafði þannig ekki tekizt að leiða stjórnarskip-
unarmálið til heppilegra úrslita, en þó er fnndurinn
einhver merkilegasti og gleðilegasti viðhurður í sögu
þjóðarinnar á seinni öldum. Hið stutta en kjarnyrta
svar fundarmanna: „Vjer mótinælum allir“, upp á hið
ótímabæra fundarrof hins útlenda konungsfulltrúa sýnir,
að íslenzk þjóðernistilfinning var þá voknuð til fulls.