Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 98
92
ir það, að hún þori ekki að hafa ráöherrann hjá sjer,
at' því að hún sje hrædd við, að hann knnni að sitja á
sjer, eða það, að hún sje svo anm, að hún treysti sjer
ekki til að launa honum eða það, að hún sje svo inik-
ill siðferðislegur vonargripur, að hún treysti sjer ekki til
að dæiua gjörðir hans rjettlátlega.
Eg efast ekki heldur um, að þjóðin sjái nú, hvar
hún er stödd, að hún sjái, að það er komið undirþing-
kosningunum næsta vor, hvort hún á að verða sjálf-
stæð eða lialda áfram að vera ósjálfstæð. Það eru ekki
nema 2 flokkar í Danmörku, er geti gjört sjer von um
að eiga menn úr sínum flokki á ráðherrastólunum,
hægrimenn og vinstrimenn, og báðir flokkar hafa nú
látið opinberlega uppi, hvað þeir vildu veita oss mest.
Hægrimenn aftóku að verða við kröfu þjóðarinnar um
innlenda stjórn, Vinstrimannaráðaneytið hefur boðið
oss tiaíia. Ef vjer ekki þiggjum hana nú, fáum vjer
hana vafalaust aldrei. Það kemur aldrei til valda í
Danmörku oss góðviljaðri stjórn, og lilboð hennar stend-
ur ekki nema til næsta vors.
Eg trúi því heldur ekki fyr en eg tek á því, að
þjóðin telji á sig að sækja kjörfundina í vor, og kjósi
þar þá menn eina, sem ekki verða grunaðir um aö vilja
stíga til fulls það óheillaspor, sem alþing steig til hálfs
1901.
Þjóðin ;'i að eins að kjósa um stefnuna, að kjósa
um hvort leiðin skuli liggja út eða inn. Hitt er aptur
á móti á valdi fulltrúa hennar, að gjöra veginn sem
heztan og traustastan, en út í þau atriði verður ekki
fariðj fyr en stjórnin hefur látið nánar heyra lil sín. Þó
má gela þess, að ekki þarf að óttast kostnaðinn, erleiða
mundi af nýja fyrirkomulaginu. Landshöfðingjaemhætt-
ið yrði vitanlega lagt niður, en auk þess mundi að
minnsta kosli mega leggja niður amtmannsembættið,