Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 175
169
ingur rannsakaði skeljar úr Hallbjarnarstaðakuinbi og
fann (il tegund, af þeim hafa 23 tegundir eigi fundizt
lifandi, en steingjörvar í Crag-myndunum i Englandi og
Belgíu, 2fi tegundir lifa enn í norðurhöfum, en finnast
])ó líka steingjörvar í Crag, en 4 höfðú áður að eins
fundizt lifandi. Englendingurinn J. Starkie Gardner
safnaði þar 33 tegundum og rannsökuðu tveir enskir
skeljafrœðingar safn hans, Dwyn Jeffreys og Searles
V. Wood. Mörch ætlar, að skeljarnar séu frá tímabil-
inu „Red Crag“ og Seurles V. Wood, sem allra manna bezt
þekkti og bal'ði rannsakað Crag-skeljar á Englandi, seg-
ir þær geti eigi verið yngri en „Middle Red Crag“.
Gwyn Jeffrey’s hélt þær nokkuð yngri, en tók sérstak-
lega fram, að margar tegundir væri frá Ameríku og
líklega komnar til Islands með golfstraumi. Það er víst
og sést á skeljaleifunum, að loptslag þá hefir verið mik-
ið heitara á íslandi en nú og margar tegundir af þeim,
sem nú lifa konmst á voruin dögum ekki nærri norður
til Islands, sumar eru útdauðar, sumar lifa enn í Mið-
jarðarhafi. Skeljar þessar sýna, að fyrir ísöld hefir baf,
töluvért heitara en nú, náð upp í Skjálfanda og eptir
þeirn gögnum, sem fyrir hendi liggja, bendir allt til ]>ess,
að skeljabakkar þessir bafi myndazt seint á pliocene-
tímanum, enda eru þeir mjög líkir sams konar mynd-
unum á Englandi.
I héruðunum Sutfolk og Norfolk á Englandi eru
strandmyndanir frá seinni hluta pliocene mestar og all-
miklar skeljaleifar liafa menn einnig fundið í
Belgíu. Þessar jarðmyndanir ganga i boga kringum
suðausturhorn Norðursjóar og ]iað innhaf hefir ]>ví ver-
ið til fyrír isöldu, en liklega grunnt. Sunnar í Evrópu,
einkum i Ítalíu, eru ákaflega þykkar jarðinyndanir frá
pliocene. Það er einkennilegt, að samskonar sjóarmenj-
ar íinnast á grunnsævistakmiirkum i svo fjarlægum