Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 64
58
Eins og kunnugt er, tók Benedikt Sveinssön við
forustunni í stjórnannálinu, aö Jóni Sigurðssyni látnum.
Benedikt heitiun bar inálið upp á þingi 1881.
Fyrsta nýmælið i frumvarpi Benedikts er upptaln-
ing sjermálanna í frumvarpinu. Hann sá, að stöðulfig-
in v.óru valtur grundvöllur undir sjálfsforræði ]ijóðarinn-
ai-. Næsta krafan og aðalkrafan var ákvæði unj að
æzta stjórn allra sjermálanna ætti beima 1 landinu.
Landshöfðlnginn átti að fara með vald konungs, hæði
löggjafarvald og umboðsvald, og dómsvaldið átti að ve;a
hjá dómendum í landinu sjálfu. Landshöfðingi átti að
bera ábyrgð allra gjörða sinna og taka laun sín úr
landssjóði. Jafnframt var svo ákveðið, að í efri deild
skyldi sitja 8 menn þjóðkjörnir en eigi nema 4 konung-
kjörnir, og var það gjfirt til þess að tryggja þjóðinni
yfirtökin á þinginu, Loks var ákveðið, að konungur
skyldi vinna eið að stjórnarskránni og að alþing skyldi
vera friðheilagt. Fyrra ákvæðið átti að lýsa jafnrjetti
Islendinga sem þjóðar við Dani gagnvart konungsvald-
inu, og seinna ákvæðið laut að ]tví, að ]»ingvaldið ætti
ekki siður rjett á sjer en konungsvahlið. Frumvarpið
varð ekki útrætt 1881. Benedikt bar það aptur fram
á þingi 188:5, en ]>að fór á sömu leið. Það varð ekki
útrætt.
Eins og líkja má stjórninni *við ráðsmann ]>jóðar
sinnar, eins má ltkja stjórnarskipaninni við vjel. Það
þykir kostur á hverri vjel, að In'm sje sem einföldust
og ódýrust. Eins er um stjórnarskipanina. Hún er
]>ví haganlegri sern luin er óbrotnari og ]>ví ljettbærari
sem hún er ódýrari. Stjórnarskipun sú, er Benedikt
hjelt fram á þingunum 1881 og 1883, fullnægði báðum
skilyrðunum. Urslitavald allra sjerrnálanna liefði farið
frarn í landinu, og stjórnarfyrirkomulagið hefði ekki
orðið dýrara en ]>að, sem vjer nú höfum. Að vísu