Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 29
23
Sveinbjörnsson kom íram með sjerstakar tillögur. Hann
vildi alls ekki fallast óskorað á frumvarp og skoðanir
stjórnarinnar, heldur taldi rjettara að lagfæra frumvarp-
ið grein fyrir grein, en að búa til nýtt frumvarp. Einnig
hann hjelt jiví fram, að ]iau mál, er snerti Island ein-
göngu, skyldu falin stjórn í landinu sjálfu. Að tillögur
meiri hluta nefndarinnar hefðu hlotið samþykki þjóð-
fundarins, ef svo langt hefði komizt, má ráða af ]>ví,
að 36 af þeim 43 fulltrúum, sem á fundinum voru,
skrifuðu eptir fundinn undir ávarp til konungs, er hjelt
sömu atriðum fram, og samkynja bænarskrár voru síð-
an sendar úr ílestum sveitum á íslandi meö 2200 und-
irskriptum.
Konungsfulltrúi og fylgismenn bans meðal hinna kon-
ungkjörnu voru mjög mótfallnir þessum frumvarpssmíðum,
og ]>egar konungsfulltrúi sá, hvað verða vildi, ljet hann
tilkynna fundinum, daginn eptir að stjórnarskipunar-
frumvarpið var komið til nefndarinnar, eður 22. júlí-
mánaðar, að hann vænti ]>ess, að' störfum fundarins
gæti orðið lokið 9. ágúst. Samkvæmt umboðsskjali
konungs hafði konungsfulltrúinn, Trampe greifi, fullt
vald til að ákveða, hve lengi ]>jóðfundurinn skyldi standa
og í þingbyrjun hafði hann lýst ]>ví yfir, að hann mundi
taka fullt tillit til ]>ess mikla dráttar, sem varð við að
frumvörpin komu ekki fyrr en 12. júlí, þegar hann tæki
ákvörðun um lengd þingtimans. Eptir því sem tíðkaðist
um ráðgjafarþingin, bjuggust menn við að fundurinn
mundi ekki standa skemur en 6 vikur að minnsta kosti,
og skildu ]>ví tilkynning greifans 22. júlí aðeins þannig,
að bann óskaði eftir ]>ví, að störfunum gæti orðið lok-
ið sem fyrst og kepptust við af öllum mætti. —
Svo rann þá upj> hinn 9. á'gúst. Lögin um sigl-
ingar og verzlun voru nýlega orðin samþykkt og nefndará-
litið og frumvarpið í stjórnlagamálinu var um það leyti