Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 10
6
Linnie. Daginn eptir komu mína til Parísar, gekk
jeg rakleiðis til hýbýla míns tilvonanda verndar-
manns. Klukkan var 11, því að Linnie sagði mjer,
að baróninn væri þá vanur að koma frá Hotel Dieu,
því að þessi ágæti og samvizkusami læknirn, sagði
bann, helgaði fátækum mönnum fimm stundir dag-
lega frá kl. 6 til 11.
Baróninn var hniginn á efra aldur og ókvæntur.
Hann bjó í skrautlegum herbergjum, og hafði sjer
til gamans við og við að safna vitrum og lærðum
vinum sínum í kring um sig, og var þá ekkert til
sparað ; því að hann var framúrskarandi gestris-
inn ; en þar fyrir utan hjelt hann sjálfan sig við-
hafnarlaust. þegar hann var heima, sat hann í
bókhlöðunni og svaf í litlu herbergi rjett hjá.
Járnrúm, hæfilega stórt fyrir einn mann að sofa í,
stóð í einu horninu og þvottastandur í öðru. þar
að auki voru þar tveir stólar og borð, og svo er
upp talið.
Hið leiðinlega útlit þessa herbergis hafði óþægi-
leg áhrif á mig, þá er jeg gekk í gegn um það inn
í bókhlöðuna til þessa víðfræga manns, því að
einasti vegurinn inn í hana lá í gegn um þetta
svipþunga herbergi. Háir og lágir hafa sína und-
arlegu siði.
Mjer var sagt, að baróninn hefði haft mikið fyrir
að búa herbergið þannig út, sem mjer sýndist svc
óhaganlega gjört. Dyr þær, *em áður höfðu legið
inn í bókhlöðuna, hafði hann látið múra, en brotið
skarð í vegginn til þess að setja þær, þar sem þær
nú voru.