Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 55
51
um basl og bágindi verða að berjast fyrir þeirri
þekkingu, sem þó svo mjög gagnar mannkyninu?
Hversu ókunnugur er hann þjáningum þeirra«?
»Ef þjer viljið læra að þekkja fávizku, heimsku
°g lesti ríkismannanna«, sagði baróninn, sem ætíð
var fúsáaðgefa sig út í þetta uppáhalds-umtalsefni
sitt, þá er sagan atidalaus. Um leið og þeir sífellt
vilja lítilvirða vísindamanninn og draga árangur-
Jnn af þeirra langvinnu og þrautgóðu rannsóknum
niður á þann depil, sem þeir í fávizku sinni standa
á, þá eru þeir, eins og gefur að skiija, verkfæri og
leikfang sjerhvers bragðarefs og undirbyggjumanns
°g þeirra vísa herfang. En það er nokkurs konar
hu ggan, herra WalpoLc! er við sjáum menn, sem
meðhöndla oss með fyrirlitningu og háði, dregna
sem brúðu á stálþræði, neydda til þess að danza
eptir annarra blæstri. Vonizt einskis af hinnm ríku«.
»En af hinum fátæku, herra barón ?«
»Alls», svaraði hann næstum hátíðlega. »Frá
þeirra hjarta flýtur sú þakklátsemi, sem hressir
yður á lífsleiðinni og huggar yður á mæðustund-
unum. þakklátsemi og ást hinna auðmjúku vina
minna hafa veitt mjer þann sigur, sem enginn kon-
ungur getur keypt sjer fyrir allt sitt gull og ger-
semar. En við gleymum St. Strfpice-kirkjunni.
Jeg er enginn hræsnari, eins og þjer haldið,
herra Walpole I Dæmið sjálfir um, hvort kirkjuganga
mín gefur yður rjett til að álíta 'mig það, þá er
þjer hafið heyrt sögu mína. f>egar aðalsmaðurinn
var búinn að neita bæn minni, sá jeg engan annan
veg en að selja nokkurar flíkur, sem jeg enn þá
4*