Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 108
104
inorð, raskaði það þó ekki samlyndi þeirra hjóna,
sem jafnan var gott.
Sigurður tók afsvari Jóns bónda með stillingu.
Hann var í kaupavinnu um sumarið á næsta bæ
við Brekku, þar sem Jón bjó, því Jóhannes bróðir
hans hafði tekið við búinu. En um kvöldið ætlaði
hann eitthvað í burt, áður en brúðkaup þeirra
Önnu og Ólafs skyldi -fram fara. í sláttarlok
kvaddi hann nágranna sína og kunningja og einnig
þau Brekku-hjón,en Anna var þá ekki heim komin.
»|>að er rjett gjört af þjer, Sigurður minn !« sagði
Jón við hann, »að sjá þig um í heiminum. Ungir
og einhleypir inenn hafa ekki annað að gjöra. Ef
öðruvísi hefði verið ástatt, hefði jeg beðið þig að
bíða eptir veizlu dóttur minnar, því að þú ert heið-
virður piltur. En þar eð jeg veit, að þjer niuni
ekki vera um það gefið, slæ jeg því frá mjer. þú
ert svo góður drengur, að þú annt henni alls hins
bezta, og huggar þig við það, að hún er ánægð með
kjör sín. Astin er ekki eigingjörn. Hún lætur
8jer lynda velgengni vinarins, þótt hún sjálf sitji
við annað borð. Er það ekki satt, Sigurður minn?»
»Hún verður að láta sjer það lynda, þegar ekki
er annars kostur», sagði Sigurður. «En gaman
væri að vita, hvernig þjer geðjaðist að því borð-
haldi«. Að svo mæltu kvaddi hann og fór. Hann
reið, sem leiðir lágu frá Brekku yfir hálsinn, og
stefndi að bæ þeim, er Anna dvaldi á. |>ar stje
hann af baki og hitti svo á, að Anna stóð úti með
ofurlitla stúlku við hönd sjer, og horfði með sorg-
arsvip á sólarbjarmann, sem smátt og smátt færð-
ist fjær.