Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 150
146
ekki upp, eptir að búið er að þvo tauið, er það
síðast þvegið upp úr saltvatni og álúnsvatni.
Við hárroti er gott að greiða sjer upp úr vel
söltuðu regnvatni. — Annað ráð við hárroti: Tak
lóðs af laxerolíu, 1 mörk af alkohol, 1 unzíu af
muldum brennisteini, ^ mörk af regnvatni og nægi-
legt af ilmvatni (parfume) til að gefa góða lykt.
Væt hárið og nudda flösuna upp úr skinninu, og
hárið mun hætta að rotna eptir fáa daga og verða
fallegt á litinn,— Við hárroti er enn fremur gott :
línolía og laxerolía, samansoðnar, eða ef línolíu vant-
ar, þá skal hafa romm í hennar stað.
Hálsveiki (barnaveiki).
Ljereptsumslög, undin upp úr ísköldu vatni, eru
góð, eða þá þykk ullardúksumslög, undin upp úr
svo heitu vatni, sem hendurnar þola. Tak tvö eða
þrjú stykki af þykkum ullardúk, sem hafa má tvö-
föld og nægilega stór, til þess að þekja með þeim
allan hálsinn og efra part brjóstsins. Set þau á
víxl ofan í heitan vatnspott og hald þeim einlægt
heitum, og bæt jafnóðum í pottinn vatni, eptir því
sem það eyðist, úr heitum vatnskatli, og lát æfin-
lega tvö ullarstykki liggja í pottinum í einu.
Að gjöra skinn, sem eru ofhörð á gólf, mjúk.
Bleyt skinnið klukkutíma 1 volgu vatni með dá-
litlum sóda í. Ber síðan í holdrosann blöndu:
1 part salts, 1 part saltpjeturs, 2 parta álúns.
Vef það síðan upp og geym einn dag. Hrist þá
duptið af og skaf holdrosann með hnífi og spýt
það. Verður það þá mjúkt.
Að fægja póleruð eða ferníseruð húsgögn.
Blanda litlu af terpentínu eða línolíu saman og