Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 146
14'J
raða ungir piltar sjer fram með kirkjudyrunum, til
þess að ræna henni, undir eins og hún kemur út, og
brúðsveinarnir eiga í mesta strlði' með að koma
henni á óhultan stað. Auðvitað er þetta kýmnis-
leikur. Heimferðin gengur fyrir sig á sama hátt
og í sötnu röð og reglu. En þá ríður hver í kapp
við annan.
Sá staður í Selbúi, þar sem kappreiðin vana-
lega byrjar, er nefndur Vellvatnsbakki. |>á heyra
menn hófaslag og trumbuslátt langar leiðir í burtu.
f>að hefir borið til, að ekki einungis kórónan hafaoltið
af,heldur og brúðurin sjálf dottið af baki. Bóndinn
tekur á móti gjöfunum, slær með diskinum sínum,
hrópar upp nöfn gjafaranna og stærð gjafanna, og
hefir jafnan einhver gamanyrði á reiðum höndum.
f>egar einhver gefur tuttugu krónur, er hrópað upp:
flmrhtíu krónuri til þess enn meir að hrósa gjöf-
inni, og í hvert skipti standa brúðhjónin upp, til
þe88 að þakka fyrir gjöfina. Sömuleiðis á maður-
inn, sem gaf, og kona hans að fá i staupinu og
bóndinn a að drekka þeim til.
Eptir að búið er að gefa í skálina, ganga brúð-
hjónin, brúðkonurnar og móðir brúðarinnar upp í
klæðaloptið. þar er brúðarkórónan tekin ofan, og
brúðurin tekur aptur upp svörtu húfuna (kerling-
arhúfuna), og sýnir sig nú aptur sem konu. Nú
gengur hún inn í stúlknahópinn, og danzar sig út
úr honum og inn í hóp hinna giptu kvenna. Ungu
piltarnir streyma þá að, til þess að setja aptur
upp á hana meyjarhúfuna, og segja: »Nei 1 Sjáið,
hversu þjer hafið afskræmt fyrir okkur fallegu
stúlkuna !«