Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 105
Seint fyrnist forn ást.
Saga eptir T. J>. H. Prentuð í „Pramfara",
nr. 13—14, árg. 2, I879.
»Hvaða mismunur er á því að Iifa í ímyndun-
araflinu og á því að njóta hlutarina í raun og veru?«
sagði Jón bóndi á Bakka, um leið og hann lagðí
írá sjer bók, er hann var að lesa í, og renndi um
leið augunum ósjálfrátt til Kristjönu konu einnar,
Sem var að sauma. «pað get jeg ekki frætt þig
Um, góðurinn minn !» bagði hún stuttlega. »En jeg
sje, að allir kjósa heldur hið síðara«. »pað er sjálf-
sagt ein af villum mannkynsins«, sagði hann eins
og við sjálfan sig. »ímyndunaraflið mettar mann-
Jun á kostum sínum, án þess að blanda þær með
Qokkuru galli, sem hin verulega nautn hefir jafnan
í för með sjer. Jeg get ekki skilið, þegar lífið er
eins og skuggi, hví maður vill ekki heldur njóta
Ijóémyndarinnar í friði, en vera að draga yfir
hana þyrniblæju reynzlunnar eða þeirrar verulegu
Dautnar, sem ávallt er meira súr en sæt«. «Ojá«,
sagði konan, sem auðsjáanlega var í illu skapL
'pú þarft þá ekki annað til að gjöra hana Onnu
okkar hamingjusama, en að ímynda þjer, að hann
Sigurður sje eins ríkur og hann Ólafur í Hlíð er