Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 91
87
Síðasta seðlinum, sem þjer gáfuð okkur, skiptum
við í dag, góði herra !«.
Jeg ljet hann ekki tala út, en fullvísaði hann
um, að jarðarför þeirra beggja skyldi verða eins
heiðarleg og hvers annars þar í byggðarlaginu. þá
settist hann upp í rúminu með hinum síðustu kom-
andi og hverfandi kröptum. Augu hans fengu nýtt
fjör og hann sagði skýrt og greinilega :
»Herra Jesú ! Meðtak þú minn anda !« og hnje þá
aptur á bak og tók andvörpin.
Jarðarförin var um garð gengin.
Djákninn hafði sungið og presturinn haldið ræðu
yfir gamalmenninu og barninu. Hinir gömlu ætt-
ingjar hans í Viðbekk höfðu fengið nægilegt að lifa
af. Litla fósturdóttir mín hafði kvatt foreldra-
hreysið og grafir vandamanna sinna, og sat nú hjá
tnjer í vagninum, klædd í nýjan sorgarbúning, og
táraðist, er hún hugsaði um hina látnu, en brosti,
þá hún leit á fallega kjólinn sinn með stóru slauff-
unum.
Ljettlyndi tólf ára gamallar stúlku getur hæg-
lega unnið svig á sorginni. Við keyrðum inn í
garðinn hjá mági mínum. «Hjerna», sagði jeg við
hann og systur mína, »færi jeg ykkur litla stúlku,
seii). ekki á föður nje móður, systur nje bræður,
°g jeg vona, að hún verði ykkur til gleði«.
»Hún er fallegt barn !« sagði systir mín lágt.
»Við skulum breyta svo við haua sem við get-
um«. Hún tók hana í fangið, kyssti hana og bauð
hana velkomna, svo sem hún hefði verið móðir
hennar, og mágur minn gjörði slíkt hið sama.
Daginn eptir fór jeg heim til mín. Stúlkuaum-