Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 42
38
þolinmæði og undirgefið hugarfar höfðu ekki alveg
getað afmáð. Sú hugarrósemi og friður, sem þessi
heiðarlegi ókunni maður bar með sjer, kveikti
ósjálfraða virðing, — já, nær því lotuing. Um
leið og hann kom inn í herbergið, hneigði hann
sig, og beið þvínæst hæversklega þess, að barón-
inn spyrði hann um erindið.
»Hvað gengur að yður?« spurði sáralæknirinn
höstuglega.
oLeyfið mjer að sitja«, sagði hinn ókunnugi, sem
dró þungt andann, með skjálfandi og veiklulegri
rödd. »Jeg er svo þreyttur«.
Baróninn stökk á fætur, svo sem hefði verið sett
ofan í við hann, og færði gestinum stól.
»Jeg er gamall«, sagði hinn ókunni ennfremur,
»og veslings fæturnir mínir eru máttlitlir#.
»Hvað gengur að yður?«
»Jeg er prestur í litlu þorpi nálægt Parísarborg«.
»Hm!« muldraði læknirinn.
»Fyrir tveimur árum fjekk jeg kýli í hálsinn, og
hjelt læknirinn þarna hjá okkur, að það væri ekki
hættulegt. f>ó versnaði það svo, að jeg varð lengi
að liggja í rúminu ónýtur og iðjulaus. Jeg hefi
fjórasöfnuðium að hirðaog engan aðstoðarprest. það
lagðist þungt á samvizku mína. Bn guð er góður,
herra! og . . . .«.
»Lofið þjer mjer að sjá á yður hálsinn« greip
baróninn fram í fyrir honum.
»Sóknarbörnin mín«, sagði prestur ennfremur, um
leið og hann gjörði sig líklegan til að hlýða boði
barónsins, «eru mjög umhyggjusöm og velviljuð.
þegar mjer fór ofurlítið að skána, buðu þau mjer