Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 142
138
því að hún er náttúrlega lang-skrautlegast klædd.
Hún er í grænum stakki með bryddingum og borð-
um, og' hefir skrautlegt sjal á herðum sjer, sett
rósum og blómum. £>að er verra að þekkja brúð-
gumann. Bn hann er allra manna niðurlútastur
og gýtur út undan sjer hornauga. Trúlofanin fer
svo leynt, að enginn má vita neitt af henni, nema
í mesta lagi foreldrarnir. f>að er svlvirðing að
hanga utan í stúlkunum, segja þeir.
f>egar þau koma frá kirkjunni, er festarölið drukk-
ið í húsum brúðgumans, og þá má ekki rjómagraut-
inn vanta. Kona ein í hópnum biður brúðina í nafni
brúðgumans að koma heim. Næsta sunnudag held-
ur hún gestaboð í sínu húsi.
Á sumum stöðum er maður sendur út til þess
að bjóða. Bn í Selbúi ganga brúðhjónin sjálf á
milli til þess. En það er engan veginn þægilegt
verk. f>að sæmir ekki að taka uudir eins á móti
boðinu, og verða þau að ganga á eptir boðsgest-
unum á marga vegu og biðja þá að koma. f>að er
mikið umstang. Og er þau eru fyrst komin út fyrir
dyrnar, fá, þau jáyrðið, eða loforð um að koma, því
að það er gamall siður að horfa át á eptir fólki,
þegar það fer. Kvöldið eptir brúðkaupið er gjafa-
kvöldið. }?á koma allir með gjafirnar, sem ætla
að vera í veizlunni. Húsmæðurnar verða að vera
til staðar í búrinu tíl þess að taka á móti »bein-
ingunum« (gjðfunum), sem eru margs konar, svo sem
ýmis konar ostur, svínssíður, kleinur, klíningskökur
og skreyttar smjörgæsir. |>æreru steyptar í móti,
með alls konar skurðum og skrautverki á.
¦ Nú er lagður matur á langborðið, og maturinn er