Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 117
113
forna og fölleitari, en h4rið svart og augun dökk
og snör eins og fyrr.
»Svo þú heldur þá, að Anna sje ekki lánsönu?
sagði Sigurður.
»Bkki alls kostar», svaraði Jóhannes.
»|>að grunaði raig löngum. jþað fellur mjer ann-
ars nær. Hún var að mörgu leiti væn stúlka, en
skapferli hennar var einskis manus að vinna
bug á«.
»Já. jpað hefi jeg líka fundið«, sagði Jóhannes.
»Skapferli hennar er nokkuð hart. Bn það hygg
jeg, að hreinria, veglyndara og rjettsýnna hjarta
hafi ekki í nokkurrar konu brjósti slegið. Hún
hefir nú ekki gaman að neinu, sem áður fjekk henni
skemmtanar*.
»Vera kann það«, sagði Sigurður og skipti litum.
»Bn skoðanir hennar eru þó nokkuð sjerlegar.
Bn þær skipta mig annars engu. Mig lang-
ar til þess að sigla, en jeg sje engan veg til
að geta það. Hefði jeg svo sem 100 dali, myndi
jeg hætta á það í von um stúdenta-styrk í Höfn.
En þe.9sa 100 dali vantar«.
Jóhannes þagði um stund, en sagði svo: »Nokk-
uð get jeg að visu hjálpað þjer, og hjer eru líka
nógar ríkar stúlkur, sem þú getur fengið, ef þig
langar til að giptast, og svo—«.
•Minnstu aldrei á stúlkur«, sagði Sigurðar. »j>ær
eru eins og bylgjur hafsins*.
»Bkki held jeg, að þú hafir ástæðu til að kvarta
um hverflyndi kvenna«.
»En Anna, sem—?«
8