Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 122
118
»Já, alveg sömu skoðan«, sagði hún og gekk út.
»Hún er sami þvergirðingurinn«, sagði sýslumað-
ur við sjálfan sig. »En jeg skal vita, hvort jeg get
aldrei auðmýkt hana«. Hann svaf illa um nóttina
og fór snemma af stað morguninn eptir. Um
daginn reið hann heim til Jóhannesar bróður síns
og tafði þar góða stund. »Heyrðu, bróðir«! sagði
hann meðal annars. »Jeg er farinn að hugsa um
að kvongast. Hvernig lízt þjer á það?«
»Vel. |>vi ætlar líklega að leita í forna átt?«
»þ>ú meinar víst Onnu?«
»Já«, sagði Jóhannes, »og álít jeg það vel tilfalliðo.
»Nei. |>angað stendur ekki hugur minn. Jeg
var að hugsa um hana Sigurbjörgu á Hóli«.
»Hún Sigurbjörg, sem er veik, — hefir tæring«,
greip Jóhannes fram í.
«f>ess betra«, mælti sýslumaður í hálfum hljóð-
um.
»Hvað sagðirðu?« spurði Jóhannes.
»f>að stendur á sama. Jeg ætla að fara þess á
leit við föður hennar. |>að getur verið, að sjúk-
dómurinn sje ekki svo hættulegur sem sagt er.
Hún getur lifað mig«.
Hvort þeir bræður ræddu þetta lengur eða
skemur, er ekki getið. En nokkuru síðar flaug það
út um sveitina, að Sigurður sýslumaður væri lof-
aður Sigurbjörgu, bláfátækri og heilsulausri stúlku.
Anna var jafnan þunglynd og fálát, og gátu menn
sjer til ástæðunnar, því að hvað var liklegra, fyrst
hún elskaði Sigurð sem umkomulausan dreng, en
að hún elskaði hannenn? Reyndar var það imynd-
an, en engin vissa. En það er opt meiri sanDleik-