Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 132
128
sendur, eu hann kom aldrei aptur. þá vissi lækn-
irinn, að jörðin var orðin svo stór og hún er nú,
og öll dýrin fóru víðs vegar og fjölguðu. En lækn-
irinn var einnsaman í veröldinni, svo að nGitchi
Maniton, hinn mikli andi, aumkvaðist yfir hann og
sendi honum konu, sem datt ofan úr tunglinu, og
allt til þessa dags sjest, að systir hennar horfir
niður, og er að furða sig á, hvað hafi orðið af
henni. Nú tóku mennirnir aptur að fjölga og
verða hamingjusamir En «Michi Manito«, hinn
illi andi, var enn öfundsjúkur. Hann brá sjer í
gráan bjarndýrsham, og reyndi að rífa í súndur
jörðina með hinum feiknarstóru klóm sínum, þessu
gat haun þó ekki komið til leiðar. En til þessa
dags má þó sjá klóaför hans í gjám. eg vatnafar-
vegum, er hann í reiði sinni var að rífa upp hæðir
og grjót á jörðunni. Og þar. sem hinir miklu fæt-
ur sukku niður í gljúpan jarðveg, eru nú hin stóru
vötn. þ>etta hlýtur að vera svo, því að hver mað-
ur getur sjeð greinilegan vott þess sjálfur«.
þannig endar sköpunarsagan hjá Indíánum eptir
flóðið.
Hvað Indiánar segja um músina, og hví hún
sje svo litil og með langt skott.
Fyrir löngu síðan, þegar er mennirnir voru enn
fáir, eptir að #Mishi Maníto* reyndi að eyða jörð-
inni, lifði nærri »Githci Guma« (Superiorvatni)
drengur nokkur og systir hans. Drengurinn var
duglegur að veiða, og eyddi mestu af tíma sínum
inni í skógunum, á meðan systir lians var í tjald-
inu og sútaði skinn og matreiddi fyrir hann. Dreng-