Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 59
55
hana ekki. Jeg er fátækur og fávís, en jeg heiðra
vísindin og aumkva þann, sem bágt á. jpjer fiytjið
yður hjeðan á morgun. Hið sama gjöri jeg. |>að
lítur út fyrir, að þjer eigið engan að í heiminum,
og eins er ástatt fyrir mjer. Jeg hefi hvorki þekkt
föður nje móður. Jeg fannst sem útborið ungbarn.
Jeg er fæddur í Auvergne og lifi á því að bera
vatn. |>etta er öll æfisaga mín. Hvers vegna ætt-
um við ekki að búa saman ? jpjer hafið ekkert á
móti því að fara hjeðan, jeg heldur ekki. Jeg skal
ekkert trufla yður. £>jer getið lesið svo sem þjer
viljið, og þá er þjer eruð þreyttir, getið þjer talað
við mig, — það er að segja, ef þjer hafið ekkert á
móti því, og ef jeg er ekki of lítilfjörlegur til að
umgangast yður«.
»Nú, þjer vitið», sagði jeg, »að jeg er eins fátæk-
ur eins og kirkjurottan.
»Jeg veit, að þjer nú sem stendur eruð enginn
auðmaður«, sagði hann. »En jeg hefi nokkura skild-
inga í vasanum og get inn unnið mjer fleiri., Ef
þjer eruð nú ekki ofstoltur til að taka ofurlítið til
láns hjá rnjer, skal jeg ekki verða ofstoltur til að
heimta það aptur, þegar þjer eruð orðnir ríkir.
Látið þjer mig nú ekki þurfa að eyða fleiri orðum
um þetta. Jeg er enginn rseðusnillingur, en rjettið
mjer höndina svo sem góður drengur, og segið:
Sebastian! Jeg skal uppfylla ósk þína«.
Hjarta mitt barðist svo sem það ætlaði að springa.
Jeg greip hina boðnu hönd velgjörðamanns míns
og sagði: vSebastian! Jeg skal uppfylla ósk þína.
Og jeg skal gjöra enn meira. Jeg skal borga
þjer aptur með rentum og renturentum. Jeg skal
;