Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 96
92
héim, tók hestavörðurinn við hestum okkar, og
sagði, að húsbændurnir væru ekki heima, en mundu
koma daginn eptir. Jeg ljet sem jeg skildi hann
ókki. Billy minn varð að vera túlkur. Hann
skildi vel dönsku, og vissi, að jeg vildi ekki láta
þekkja mig. Jeg var gróflega sniðugur strákur.
Jeg gekk inn. Enginn kom á móti mjer. Mjer
sýndist enginn vera 1 herbergjunum, sem snöru út
að garðinum. Jeg þekkti vel skemmtihúsið og
gekk að því. Jeg heyrði, að einhver spilaði á
fortepíanó þar inni, og kona söng undir. Jeg
klappaði á hurðina, en enginn svaraði. það var
haldið áfram að spila. Jeg lauk hægt upp hurð-
inni. Hvað sá jeg þar? — Jeg sá huakka með
gula, silkimjúka lokka, liáls marmarahvítan og
herðar sömuleiðis, og bak svo fullkomlega fagurt,
að jeg get ekki líkt því við neitt. Handleggirnir
voru svo sem renndir úr rostungstönn eða hval-
ambri. Alabastursfingur ljeku og flugu líkt og fiðr-
ildi yfir hljóðklappana. Svo voru og fæturnir yndis-
lega litlir, nærri því kínverskir, sem tróðu fóta-
skarirnar. ]pað sem var leikið, var fjörug frönsk
Böngvísa. Lagið og söngurinn var aðdáanlegt. Jeg
varð hreint utan við mig og stóð grafkyrr. En
nú var vísan búin, og jeg vildi ekki fara í felur
og gekk nokkur fet áfram. Sú, sem spilaði á hljóð-
færið, snöri höfðinu við og stóð upp, tók eptir mjer,
heilsaði mjer ókunnuglega og roðnaði við lítið eitt.
Drotfinn minn! Hvílíkt andlit? Jeg ætla eiuungis
að segja, að hvorki í hinum nýja eða gamla heimi
hefi jeg sjeð neitt svo dæmalaust fagurt. Nærri
því hafði jeg gleymt áformi rnínu, og farið tala