Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 93
89
spurði jeg svo þlátt áfram, svo sem við hefðum
verið að tala um að ferðast saman til Be.llc.vue:
»Eigið þjer enga vini eða ættingja í Ameríku, frök-
en mín?« Hiin setti upp stór augu og sagði: »Nei!«
»Nú, er því svo varið?« hjelt jeg áfram. »Ann-
ars hefði jeg getað haft þá ánægju að flytja brjef
eða kveðju frá yður til þeirra, því að á morgun
legg jeg af stað þangað«.
Jeg gaf henni hornauga, til þess að taka eptir
hinni miklu umbreytingu á andliti hennar, sem því-
lík óttaleg fregn mundi koma til vegar. Æ! Hin
einasta breyting, sem jeg varð var við, var undr-
unarblandaður fögnuður yfir óförum mínum.
»0!« sagði hún glöð. »Hvað sviptir os8 svo skyndi-
lega fjelagsskap yðar, herra skrifari?« «Embættis-
störf«, svaraði jeg með hjartanlegri gremju yfir
hinni köldu rósemi hennar.
|>á var nú síðasta bandið á milli okkar skorið í
sundur. Jeg gat nú yfirgefið hana með hreinni
meðvituud og ljettu hjarta. .Teg sá nú vel, að hún
var fyrir löngu hætt að hugsa um mig, og var nú
búinn að leggja vef sinn fyrir greifaun eða ein-
hverja aðra dægurflugu. Yertu sæl, fríða flagð!
Móðir hennar kom þá inn. Jeg kvaddi þær báðar
ineð fullkominni rósemi, og méð svo miklu jafn-
vægi í geðinu, að í staðinn fyrir að fara aptur til
Kaupmannahafnar, fór jeg norður, og nam fyrst
staðar, þegar háreysti strandmylnunnar vakti mig
af sálarróseminni. Jeg blístraði upp á skozku, og
snöri við, og að einni stund liðinni stóð jeg úti
fyrir aldingarði einum, sem jeg vissi ekki, liver átti,
fyrr en jeg horfði í gegn um limgarðinn, og sá Láru