Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 19
15
að maður smátt og smátt þarf styrkjandi ÍDntöku
í þessari tælandi höfuðborg«.
Athugasemdir Linnics voru hyggilegar, skoðaðar
frá veraldlegu sjónarmiði, og áður en jeg fór frá
honum, sá jeg, að jeg gat vel haft not af prófess-
ornum í læknisfræðislegu tilliti, ef jeg ekki heim-
sætti hann sem vin, þvi að þá hlaut jeg að hlusta á
hans viðurstyggilegu trúarskoðanir. Samkvæmt
þessari ályktan stóð jeg næsta morgun fyrir utan
sjúkrahúsið tveim mínútum fyrir kl. 6. Margir
stúdentar voru þar fyrir, og þegar klukkan sló,
kom baróninn. Hann hneigði sig fyrir lærisvein-
um sínum, og veitti mjer sjerstaklega eptirtekt.
»Nú, nú, ungi kristni maðurU sagði hann og
tók í höndina á mjer. »Hafið þjer beðið fyrir mjer,
írn að jeg mætti snúast til hinnar rjettu skoðun-
r ? það væri eigi fallegt af yður að vaurækja
jað. þjer munið, að jeg í gær gjörði yður að sálar-
hirði mínum«.
Eins og von var, fóru allir stúdentarnir að hlæja,
því að menn skulu vita, að stúdentar læknisfræð-
innar eru frammi fyrir prófessor sínum hinir mestu
augnaþjónar, sem menn geta hugsað sjer.
Hann sagði þetta í forsalnum, og nú gengum
við á eptir prófessornum inn i stórt og þægilegt
sjúkraherbergi með mörgum rúmum.
Hann settist við fótagaflinn á fyrsta rúminu, og
stúdentarnir þröngdu sjer svo mikið í kring um
hann, að auðsjeð var, að þeir vildu ekki missaeitt
ainasta orð af því, er hann sagði. Jeg mun aldrei
leyma þeim lærdómi, er vjer fengum þann morg-
Q- Skarpskyggni prófessorsins, vit og stilling,