Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 78
74
vegna alla mögulega og ómögulega fullkomleika hjá
dýrlingi minum. Við hið fyrsta augnaráð þóttist
jeg sjá, að hún væri hreinlíf sem máninn, hrein
sem nýfallinn snjór, saklaus sem heilög gyðja,
hyggin, gamansöm og djúpsæ, og í stuttu máli, að
hún væri að öllu kvenleg fyrirmynd. Jeg leitaði
eptir að fá aðgang að húsi móður hennar, og fjekk
það, til þess, eptir því sem jeg taldi mjer trú um,
að kynna mjer lyndiseinkunnir hennar. það voru
ískyggileg heilabrot, því að í raun rjettri var hún
engum einkunnum gædd. En það sem hana vant-
aði, færði ást mín heimskuleg á betra veg. Jeg
hugði, að utanaðlærc orðaprjál væri eðlileg fyndni,
og að algengar athugasemdir væri útgrunduð hygg-
indi. Og þótt hún segði ekkert, af því að hún
heflr ekkert getað sagt, tók jeg bros hennar og
og beygingar sem merki upp á dýrlegá fjársjóðu,
sem hyldust í hennar mikla sálardjúpi.
Veturinu leið, án þess að jeg dirfðist að opin-
bera henni tilfinningar mínar. Hinir himinháu
fullkomleikar hennar sveipuðu sig í nokkurs konar
leiðslu, og jeg óttaðist, að of mikið djúp væri stað-
fest á millum okkar, til þess að jeg, sem var rjett
blátt áfram maður, gæti orðið maklegur að eign-
ast slíkan engil. Meðfram sveif jeg í kveljandi
óvissu um, hvort hjarta hennar væri mjer unn-
anda, og hvort það væri ekki orðið snarað af ein-
hverjum, sem tæki rajer langt fram að hæfi-
leikum sálar og líkama. J>ó hafði hún engan veg-
inn tekið nokkurn annan fram yfir mig. Nei, al-
veg fráleitt! A ýmsum hamingjusömum augnablik-
um virtist mjer jafnvel, að hún veitti mjer meiri