Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 11
7
Og hver var nú ástæðan til þessarar óþægilegu
umbreytingar ?
Baróninn hafði áður lifað í mikilli fátækt eða
jafnvel í volæði, og hann vildi hafa menjar fyrri
daganna fyrir augum sjer, til þess að ofmetnast
ekki eða gleyma skyldum sínum. Hið liðna stóð
honum miklu betur fyrir hugskotssjónum en á
nokkurn annan hátt, við það að sjá iðulega hinn^
óvandaða húsbúnað, sem fyrir tuttugu árum hafði
verið aleiga hans. Hann bar þar sáman—svo að jeg
við hafi hans eigin orð— hið ytra glepjanda smjað-
ur við lestrarklefa þann, sem helgaður var baráttu-
samri rannsókn og umhugsan. jjetta hefir eflaust
svarað tilgangi sínum, með því að gjöra eigandann
við og við þunglyndan, er það hafði þessi áhrif á
mig ókunnugan mann. I fyrsta sinn er jeg kom
til hans, hafði jeg ekki tíma til þessara ályktana.
Jeg gaf mig þegar til kynna, og á næsta auga-
bragði stóð jeg inni í helgidómi hans, bókhlöð-
Unni.
Atgjörvi andans á sjer eigi síður stað en ættgöfgi
og auðlegð, og til þess að geta hafið sig til þess,
þarf maðurinn að hafa traust á sjálfum sjer og
virðing, enda er það hverjum manni til virðingar,
svo sem það og fullnægir sjálfsvirðingu hans.
Jeg gekk nú inn í lestrarstofu prófessorsins
(hann er ýmist nefndur prófessor eða barón) lotti-
ingarfullur. Hann sat við borð, sem var hlaðið
bókum, flugritum og brjefum, opnum og lokuðum.
Hann var viðhafnarlaust klæddur og bar utan yfir
svörtum klæðnaði jarpa skikkju. |>essi maður hafði
eitthvað meira við sig en nokkurir aðrir, sem jeg